Matarkistan Skagafjörður: Bændamarkaður

Matvælaframleiðendur í Skagafirði koma saman og kynna og selja vörurnar sínar á eftirfarandi stöðum:

  • 24. júlí – Pakkhúsið á Hofsósi
  • 28. Ágúst – Pakkhúsið á Hofsósi
  • 16. október – Ásgarður (óstaðfest).
  • 27. nóvember – Sauðárkrókur (sama dag og kveikt er á jólatréinu á Kirkjutorgi).
  • 11. desember – Melsgil. 

Matarkistan Skagafjörður er verkefni sem hleypt var af stokkunum fyrir nokkrum árum og gengur út á að ýmsir aðilar í héraðinu vinna saman að því að efla skagfirska matarmenningu og koma henni á framfæri.Nýr stýrihópur tók til starfa í vor og er tilgangur hópsins m.a. að efla innviði Matarkistunnar og leiða vinnu við stefnumótun Matarkistu Skagafjarðar. Markmið Matarkistunnar er að sameina matvælaframleiðendur, veitingaaðila og ferðaþjónustu með því að mynda samstarfsvettvang þessara aðila.