Þjónustusvið Vegagerðarinnar leitar eftir öflugum einstaklingi í fullt starf til að sinna verkefnastjórn og sérfræðiráðgjöf við rekstur og viðhald jarðganga á landsvísu.
Vegagerðin er eigandi eða ábyrgðaraðili 12 jarðganga á Íslandi og er ábyrgð á daglegum rekstri þeirra á höndum Vegagerðarinnar á viðkomandi svæði.
Þjónustusvið Vegagerðarinnar ber ábyrgð á samræmingu öryggismála, viðhalds og reksturs jarðganga, uppbyggingu og endurnýjun á kerfum og tækniþróun í jarðgöngum.
Þjónustusviðið veitir sérfræðráðgjöf og stuðning vegna reksturs jarðganga auk þess að reka fjölda kerfa til miðlunar gagna og upplýsinga.
Tekið skal fram að þetta starf er án staðsetningar.
Verkefnastjórnun á viðhaldsverkefnum og helstu þróun á búnaði og við rekstur jarðganga.
Sérfræðiráðgjöf og stuðningur vegna hinna ýmsu tæknimála og mótun framtíðarsýnar varðandi tækniþróun á næstu árum.
Útgáfa verklagsregla, samræmingu á daglegum rekstri og eftirfylgni með að öryggismálum sé sinnt í samræmi við kröfur.
Gerð fjárhagsáætlana, gerð viðhaldsáætlana og endurbætur á jarðgöngum landsins.
Kostnaðaráætlanir varðandi alla þætti rekstrar endurbóta og viðhalds.
Samræmingarðili á öryggismálum og öryggiskerfum í jarðgöngum.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður. Áhugasamir einstaklingar, eru hvattir til að sækja um óháð kyni. Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um færni viðkomandi til að gegna starfinu og upplýsingar um árangur sem viðkomandi hefur náð og telur að nýtist í starfi verkefnastjóra.
Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi ríkisins og viðkomandi stéttarfélags.
Tekið skal fram að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.
Öllum umsóknum um starfið verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Vakin er athygli á því að persónuupplýsingum um umsækjendur kann að verða miðlað til ráðningarstofu sem kæmi að vinnu við ráðningarferlið. Öll vinnsla og meðferð persónuupplýsinga í ráðningarferlinu fer fram í samræmi við persónuverndarstefnu sem birt er á heimasíðu Vegagerðarinnar, sjá hér https://www.vegagerdin.is/um-vegagerdina/markmid-og-stefnur/personuverndarstefna/
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 05.07.2022
Bergþóra Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri - bergthora.kristinsdottir@vegagerdin.is - 5221000
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550