Leikskólakennari eða leiðbeinandi í Barnabæ - Blönduósbær

Leikskólinn Barnabær á Blönduósi auglýsir eftir leikskólakennara eða leiðbeinanda til afleysinga á deildum. Um er að ræða tímabundna ráðningu í 100% stöðu frá og með 15 október.  

Leikskólinn Barnabær er 5 deilda leikskóli með börn á aldrinum 8 mánaða til 5 ára.  

Leikskólinn starfar eftir kenningum John Dewee að læra í gegnum leik. Lögð er áhersla á mál og læsi stefnu í skólanum og hefur hann nýlega lokið við þróunarverkefni því tengdu. Gott samstarf er við Blönduskóla, elsti hópur leikskólans fer þangað í átta skipti á önn í kennslustundir með þeim, eins fara tveir elstu árgangarnir í íþróttir í 16 skipti á vetri.  

Leikskólinn er þátttakandi í þróunarverkefninu lærdómssamfélagið sem er samvinnuverkefni skóla í Austur Húnavatnssýslu.  

Hæfniskröfur

Góð íslensku kunnátta skilyrði 

Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð  

Góður í mannlegum samskiptum 

Góða aðlögunarhæfni 

Nánari upplýsingar gefur Sigríður Helga, leikskólastjóri, í síma 455 4740. 

Áhugasamir sendi inn umsókn á http://barnabaer.leikskolinn.is/Upplysingar/Starfsumsokn 

Eða á netfangið barnabaer@blonduos.is 

Umsóknarfrestur er til og með 6 október 2021. 

Einkunnarorð leikskólans eru: Leikur – Gleði – Virðing 

 Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns eru hvattir til að sækja um. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum. 

Þeir sem ráðnir eru til starfa í Leikskólanum Barnabæ á Blönduósi þurfa að undirrita heimild til að afla upplýsinga úr sakaskrá.