Háskólinn á Hólum auglýsir eftir starfsmanni á skólabú Hestafræðideildar. Hestafræðideild háskólans veitir fagmenntun á sviði hestafræða, tamninga, reiðmennsku og reiðkennslu og vinnur að þróun og nýsköpun fræðasviðsins í rannsóknastarfi. Hólar eru fjölskylduvænt samfélag og á staðnum er leik- og grunnskóli. Húsnæði er í boði á staðnum.
Umhirða hesta og bústörf.
Vinna með nemendum og starfsfólki.
Almennt viðhald.
Reynsla af umhirðu hesta og almennum bústörfum æskileg.
Góð hæfni í mannlegum samskiptum og samvinnu.
Vinnuvélaréttindi og dráttavélapróf er kostur.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Um framtíðarstarf er að ræða og æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf fljótlega.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 09.05.2022
Sveinn Ragnarsson, Deildarstjóri Hestafræðideildar - sveinn@holar.is - 861-1128
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550