Byggingarfulltrúi - Hvammstangi og Blönduós

Laust er til umsóknar embætti byggingarfulltrúa á nýrri skrifstofu í Húnavatnssýslum. Starfsstöðvar eru tvær, á Hvammstanga og Blönduósi, og þjónar fulltrúinn öllu svæðinu. Um er að ræða fjölbreytt og áhugavert starf í lifandi umhverfi.

Um sveitarfélögin: 
Sveitarfélögin Húnaþing vestra, Húnavatnshreppur, Blönduósbær og Skagabyggð eru staðsett á vestur- og norðvesturhluta Íslands, mitt á milli Reykjavíkur og Akureyrar. Íbúar sveitarfélaganna eru rúmlega 2.600 talsins og eru tveir þéttbýliskjarnar, Hvammstangi og Blönduós. Á svæðinu er hátt þjónustustig til íbúa, metnaðarfullt leik-, grunn- og tónlistaskólastarf ásamt því að rekin er dreifnámsdeild frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á báðum stöðum. Á svæðinu er gott framboð af íþrótta- og tómstundastarfi, menningu ásamt fjölbreyttum möguleikum til útivistar.

Helstu verkefni:

 • Sjá um skipulags- og byggingarmál sveitarfélaganna
 • Gerð áætlana og eftirfylgni, mælingar og úttektir
 • Undirbúa fundi skipulags- og umhverfisráðs sveitarfélaganna og fylgja eftir niðurstöðum þeirra
 • Ábyrgð á skráningu mannvirkja, úttektum, staðfestingu eignaskiptayfirlýsinga, gjaldtöku, skráningu, varðveislu og miðlun upplýsinga um mannvirki til íbúa
 • Samstarf við aðila utan og innan stjórnsýslu sveitarfélaganna sem sinna verkefnum á sviði byggingarmála

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Löggilding sem hönnuður skv. 25. gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010
 • Þekking og reynsla á sviði byggingarmála
 • Þekking og reynsla af úttektum og mælingum
 • Þekking á lögum um mannvirki, skipulagslögum og byggingarreglugerð
 • Þekking og reynsla af á opinberri stjórnsýslu er æskileg
 • Metnaður, skipulagshæfni og leiðtogahæfileikar
 • Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfileikar
 • Góð íslenskukunnátta og geta til að tjá sig í ræðu og riti
 • Góð almenn tölvukunnátta

Umsóknarfrestur er til og með 25. október 2021. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
Nánari upplýsingar um störfin veitir Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) í síma 511 1225.

Sækja um starf.