Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra óska eftir að ráða framkvæmdastjóra.

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) óska eftir að ráða drífandi leiðtoga í starf framkvæmdastjóra. Um er að ræða spennandi stjórnunarstarf þar sem reynir á samskiptahæfni, frumkvæði og forystuhæfileika. Viðkomandi fær tækifæri til að vera leiðandi í uppbyggingu og þróun á svæðinu. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Helstu viðfangsefni og ábyrgð:

 • Ábyrgð á daglegum rekstri og stjórnun samtakanna
 • Skipulagning og stýring verkefna
 • Stefnumótunarvinna og áætlunargerð
 • Hagsmunagæsla fyrir landshlutann
 • Samskipti og samstarf við hagaðila (s.s. atvinnu-þróunarfélög, sveitarfélög, opinberar stofnanir og aðra hagaðila)
 • Ábyrgð á framkvæmd samningsbundinna verkefna s.s. sóknaráætlun og atvinnuþróun
 • Undirbúningur stjórnarfunda og úrvinnsla eftir þá
 • Önnur verkefni í samráði við stjórn

 Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólapróf sem nýtist í starfi
 • Reynsla af stjórnun og rekstri
 • Reynsla af stefnumótun og áætlunargerð er æskileg
 • Þekking og reynsla af atvinnu-, menningar- og/eða byggðamálum er æskileg
 • Góð þekking og/eða reynsla af opinberri stjórnsýslu er æskileg
 • Frumkvæði, drifkraftur og metnaður
 • Framúrskarandi færni í mannlegum samskiptum
 • Leiðtogahæfni og jákvætt viðmót
 • Heiðarleiki og gott orðspor
 • Gott vald á tjáningu í ræðu og riti á íslensku

 

SSNV eru landshlutasamtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Samtökin eru hagsmuna-, þjónustu- og samstarfsvettvangur sveitarfélaganna. Málaflokkar sem SSNV fæst við varða m.a. byggðaþróun, atvinnumál, menntamál, samgöngumál, menningarmál og kynningu Norðurlands vestra. Öll sveitarfélög á Norðurlandi vestra eru aðilar að SSNV en þau eru: Húnaþing vestra, Skagabyggð Húnabyggð, Skagafjörður og Sveitarfélagið Skagaströnd. Heimili og varnarþing samtakanna er á skrifstofu SSNV á Hvammstanga. 

 

Umsóknarfrestur er til og með 2. ágúst 2022. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Öllum umsóknum verður svarað að ráðningu lokinni. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið.

Upplýsingar veita Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) og Sigríður Svava Sandholt (sigridur@intellecta.is) í síma 511 1225.