Námskeið í skipulagningu og utanumhaldi viðburða.

Námskeiðið er ætlað öllum þeim, sem eru að skipuleggja og halda utan um stóra og smáa viðburði og langar til þess að sækja sér viðbót í verkfærakistuna sína.
Farið verður yfir hluti svo sem markmiðasetningu, markhópa, dagskrárgerð og kynningarmál og á að nýtast öllum reyndum sem óreyndum á þessu sviði.

Aðalleiðbeinandi er Eygló Rúnarsdóttir aðjúnkt við HÍ, sem kennir viðburðastjórnun á þeim bæ, en auk hennar munu a.m.k. 2 aðilar líta við með reynslusögur úr þessum geira.

 

Námskeiðið fer fram í Textílmiðstöð Íslands- þekkingarsetri á Blönduósi (kennslustofa í kjallara) og stendur frá  kl. 9 – 16.

Námskeiðið  er þátttakendum að kostnaðarlausu, en það er hluti af áhersluverkefni Sóknaráætlunar Norðurlands vestra 2018/19 á sviði ferðaþjónustu. 

 

Fjöldi þátttakenda er takmarkaður og gildir „fyrstur kemur, fyrstur fær“.

Skráning HÉR