Fundargerð úthlutunarnefndar 23.05.2017

Hér má nálgast pdf útgáfu fundargerðarinnar

 

                                                  Úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra

 

Fundargerð

14. fundur Úthlutunarnefndar Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra, haldinn þriðjudaginn 23.05. 2017, kl. 13:00, að Faxatorgi á Sauðárkróki.

Mætt til fundar:  Lárus Ægir Guðmundsson, formaður, Ingileif Oddsdóttir, Jóhanna Magnúsdóttir, og Leó Örn Þorleifsson. Einnig sátu fundinn Sveinbjörg Rut Pétursdóttir og Ingibergur Guðmundsson starfsmenn SSNV.  Formaður nefndarinnar stýrði fundi.

 

Fyrir var tekið:

1. Fundargerð fagráðs atvinnuþróunar og nýsköpunar (AÞN) 22. maí. 2017.  

Formaður kynnti hana.

 

2. Vanhæfi nefndarmanna í úthlutunarnefnd vegna umsókna í Uppbyggingarsjóð og atvinnu- og nýsköpunarsjóð, seinni úthlutun 2017.

Enginn lýsti sig vanhæfan gagnvart einstökum umsóknum.

 

3. Uppbyggingarsjóður Nl.v. seinni úthlutun 2017 – ákvörðun um styrkveitingar

Fyrir fundinum lá tillaga fagráðs atvinnuþróunar og nýsköpunar að úthlutun styrkja. Nefndin fór yfir tillögurnar og ræddi þær. Samþykkt að 8 umsóknir fái styrk, alls að upphæð 10.600.000 kr. samkvæmt fylgiskjalinu „Ákvörðun úthlutunarnefndar uppbyggingar- og atvinnu og nýsköpunarsjóðs-maí 2017“.

 

4. Atvinnu- og nýsköpunarsjóður Nl.v., seinni úthlutun 2017 – ákvörðun um styrkveitingar.

Samþykkt að 3 umsóknir hljóti styrk, alls að upphæð 7.900.000 kr. samkvæmt fylgiskjalinu „Ákvörðun úthlutunarnefndar uppbyggingar- og atvinnu og nýsköpunarsjóðs-maí 2017“.

 

5. Önnur mál.

a)       Minnisblað fagráðs atvinnu- og nýsköpunar tekið fyrir. Úthlutunarnefnd hefur ákveðið að kalla saman fund fyrir næsta úthlutunarferli og taka ábendingar fagráðs til skoðunar.

 

b)      Formaður kynnti stöðu á verkefni nr. 16034. Samþykkt að veita umsóknaraðila 15 daga frest á skilum á lokaskýrslu. Að þeim tíma liðnum fellur styrkveiting niður hafi lokaskýrsla ekki borist og krafa verður gerð um endurgreiðslu á þeim hluta styrkfjárhæðar sem greidd hefur verið.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 14:00