Fundargerð úthlutunarnefndar 18. september 2019

Hér má nálgast pdf útgáfu fundargerðarinnar 

 

Úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra

Fundargerð

21. fundur Úthlutunarnefndar Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra, haldinn miðviku-daginn 18. sept. 2019, kl. 10:00, að Einbúastíg 2 á Skagaströnd.

Mætt til fundar:  Lárus Ægir Guðmundsson, formaður, Sigríður Svavarsdóttir, Þorsteinn Jóhannes Guðmundsson, Jóhanna Ey Harðardóttir og Adolf H. Berndsen. Einnig sátu fundinn Sólveig Olga Sigurðardóttir og Ingibergur Guðmundsson, starfsmenn SSNV. Formaður nefndarinnar stýrði fundi.

 

Fyrir var tekið:

 

1.      Niðurstöður könnunar meðal styrkhafa 2019.  

Í maí 2019 var send út könnun til styrkhafa um þjónustu, upplýsingagjöf og fleira eftir að styrkhafar fengu jákvætt svar við umsókn sinni. Sólveig Olga kynnti niðurstöður könnunarinnar sem voru jákvæðar.

 

2.      Drög að samningi um Sóknaráætlun 2020-2024

Kynnt voru drög að samningi um Sóknaráætlun Norðurlands vestra við ríkisvaldið og skipting fjármagns milli landshluta. Gert er ráð fyrir að gengið verði frá samningi í byrjun næsta mánaðar.

 

3.      Drög að verklags- og úthlutunarreglum fyrir árið 2020.

Fyrir fundinum lágu drög að Verklags- og úthlutunarreglum fyrir árið 2020. Farið var yfir drögin en þau svo samþykkt með breytingum.

Reglurnar þurfa staðfestingu stjórnar SSNV áður en þær taka gildi.

 

4.      Drög að matsblaði umsókna fyrir árið 2020.

Fyrir fundinum lágu drög að matsblaði vegna umsókna um styrk 2020. Drögin voru samþykkt óbreytt. Matsblaðið þarf samþykki stjórnar SSNV áður en það tekur gildi.

 

5.      Tímasetningar umsóknar- og úthlutunarferils vegna styrkveitinga 2020.

Samþykkt var að miða við eftirfarandi dagsetningar:

-          15. október 2019     - auglýst eftir umsóknum

-          15. nóvember 2019 - umsóknarfrestur rennur út

-          20. desember 2019 - afgreiðslu umsókna lokið

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 11:30.