Fundargerð 64. fundar stjórnar SSNV, 2. mars 2021

Hér má nálgast fundargerðina á pdf formi.

 

Fundargerð 64. fundar stjórnar SSNV, 2. mars 2021.

 

Þriðjudaginn 2. mars 2021 kom stjórn SSNV saman til fundar á Blönduósi. Hófst fundurinn kl. 09:30.

 

Mætt voru: Ingibjörg Huld Þórðardóttir, Þorleifur Karl Eggertsson, Álfhildur Leifsdóttir, Halldór G. Ólafsson, Anna Margret Sigurðardóttir og Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri, sem ritaði fundargerð. Ingibjörg Huld Þórðardóttir, formaður, setti fundinn og stjórnaði honum.

 

Dagskrá

 

  1. Framlög jöfnunarsjóðs. 
  2. Niðurstöður íbúakönnunar. 
  3. Úrbætur á innviðum, eftirfylgnisskýrsla. 
  4. Fjölmiðlar og íbúar landsbyggðanna. 
  5. Fundargerðir. 
  6. Umsagnarbeiðnir. 
  7. Skýrsla framkvæmdastjóra. 
  8. Önnur mál. 

 

Afgreiðslur

1.      Framlög jöfnunarsjóðs. 

Lögð fram til kynningar tilkynning jöfnunarsjóðs vegna framlaga til landshlutasamtaka. Heildarframlag SSNV á árinu 2021 er kr. 39.431.072.-

 

2.      Niðurstöður íbúakönnunar.

Farið yfir helstu niðurstöður íbúakönnunar landshlutanna í kjölfar kynningar Vífils Karlssonar fyrir sveitarstjórnarmenn á starfssvæðinu.

 

3.      Úrbætur á innviðum, eftirfylgniskýrsla. 

Lögð fram eftirfylgniskýrsla yfir úrbætur á innviðum í kjölfar óveðurs í desember 2019.  Í skýrslunni kemur fram að ráðist hefur verið í nokkrar brýnar úrbætur í landshlutanum. Stjórn lýsir yfir ánægju með þær framkvæmdir sem þegar hefur verið ráðist í en hvetur stjórnvöld til að ljúka hið fyrsta þeim sem eftir standa, til að tryggja öryggi íbúa landshlutans.

 

4.      Fjölmiðlar og íbúar landsbyggðanna. 

Lögð fram til kynningar óbirt könnun á sýnileika landsbyggðanna í fjölmiðlaumfjöllun. Haldin verður ráðstefna þar sem efnið verður kynnt í samvinnu allra landshlutasamtaka í apríl.

 

5.      Fundargerðir lagðar fram til kynningar. 

Stýrihópur Stjórnarráðsins um byggðamál, 1. febrúar 2021. Fundargerðin. 

Stjórn SSH, 15. febrúar 2021. Fundargerðin. 

Stjórn SSH, 1. febrúar 2021. Fundargerðin. 

Stjórn SSS, 17. febrúar 2021. Fundargerðin. 

Stjórn SSS, 20. janúar 2021. Fundargerðin. 

Stjórn SSV, 29. janúar 2021. Fundargerðin. 

Stjórn Vestfjarðastofu, 27. janúar 2021. Fundargerðin. 

Stjórn SSNE, 27. janúar 2021. Fundargerðin. 

Stjórn SASS, 5. febrúar 2021. Fundargerðin. 

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, 29. janúar 2021. Fundargerðin. 

Byggðamálaráð, 4. febrúar 2021. Fundargerðin. 

 

6.      Umsagnarbeiðnir og mál í samráðsgátt stjórnvalda. 

Frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum tengdum málefnum sveitarfélaga (sveitarfélög og kórónuveirufaraldur). 478. mál. Umsagnarfrestur til 18. febrúar 2021.  

Tillaga til þingsályktunar um þjóðarátak í landgræðslu. 320. mál. Umsagnarfrestur er 18. febrúar.  

Frumvarp til laga um stefnumarkandi áætlanir á sviði samgangna, fjarskipta og byggðamála. 471. mál. Umsagnarfrestur til 18. febrúar 2021. 

Tillaga til þingsályktunar um Alexandersflugvöll sem varaflugvöll fyrir Keflavíkur-, Reykjavíkur-, Akureyrar- og Egilsstaðaflugvelli. 126. mál. Umsagnarfrestur til 4. mars. 

Frumvarp til laga um nýtingu á landi í eigu ríkisins í atvinnuskyni. 538. mál. Umsagnarfrestur til 8. mars 2021. 

Frumvarp til laga um brottfall ýmissa laga (úrelt lög). 508. mál. Umsagnarfrestur til 9. mars 2021. 

Frumvarp til laga um Fjarskiptastofu. 506. mál. Umsagnarfrestur til 9. mars 2021. 

Frumvarp til laga um breytingar á lögum um póstþjónustu og lögum um Byggðastofnun (flutningur póstmála). 534. mál. Umsagnarfrestur til 9. mars 2021. 

 

Framkvæmdastjóra falið að senda inn umsagnir um eftirfarandi mál:

 

a)      Tillögu til þingsályktunar um Alexandersflugvöll sem varaflugvöll fyrir Keflavíkur-,  Reykjavíkur-, Akureyrar- og Egilsstaðaflugvelli þar sem tekið er undir efni þingsályktunartillögunnar.

b)      Frumvarp til laga um breytingar á lögum um póstþjónustu og lögum um Byggðastofnun þar sem tekið er undir flutning stjórnsýslu og eftirlits með póstþjónustu til Byggðastofnunar.

 

Ekki þykir ástæða til umsagnar um önnur mál.

 

7.      Skýrsla framkvæmdastjóra. 

Flutt munnlega á fundinum.

 

8.      Önnur mál.

 

a)      Markaðsstofa Norðurlands.

Álfhildur Leifsdóttir áheyrnarfulltrúi SSNV í stjórn Markaðsstofu Norðurlands fer yfir helstu störf Markaðsstofunnar.

 

b)     Stafrænt ráð sveitarfélaga.

Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi SSNV í stafrænu ráði sveitarfélaga fer yfir helstu störf ráðsins.

 

c)      Uppsögn.

Lögð fram uppsögn Ingibergs Guðmundssonar verkefnisstjóra Sóknaráætlunar á starfi hans hjá samtökunum. Mun Ingibergur láta af störfum 31. maí n.k. Stjórn þakkar Ingibergi áralangt starf í þágu landshlutans, hjá SSNV og áður Menningarráði Norðurlands vestra, og óskar honum velfarnaðar.

 

Stjórn samþykkir tillögu framkvæmdastjóra um að starfið verði auglýst á vordögum og að nýr starfsmaður hefji störf 1. september 2021. Framkvæmdastjóra er falið að hafa umsjón með ráðningunni.

 

d)     Verkefnasjóður umhverfis- og auðlindaráðuneytis hefur veitt SSNV styrk að upphæð kr. 6 milljónir til verkefnisins Nýting glatvarma í hringrásarhagkerfinu. Verkefnið felst í að safna og greina gögn sem nauðsynleg eru til að meta eiginleika glatvarmans sem myndast í gagnaveri Etix Everywhere Borealis á Blönduósi með það að augnamiði að nýta varmann í hringrásarhagkerfinu sem aflvaka fyrir staðbundna matvælavinnslu. Um er að ræða 18 mánaða verkefni þar sem markmiðið er að leggja grunn að þróun á tækni til að nýta glatvarma frá gagnaveri til ylræktunar á matvælum og draga þannig úr neysludrifnu kolefnisspori Norðurlands vestra með því að minnka þörfina á innflutningi matvæla og auka fæðuöryggi svæðisins.

 

Stjórn fagnar styrkveitingunni.

 

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 11:15.

 

Ingibjörg Huld Þórðardóttir

 

Þorleifur Karl Eggertsson

 

Halldór G. Ólafsson

 

Álfhildur Leifsdóttir

 

Anna Margret Sigurðardóttir

 

Unnur Valborg Hilmarsdóttir