Fundargerð 61. fundar stjórnar SSNV, 1. desember 2020

Hér má nálgast fundargerðina á pdf formi.

 

Fundargerð 61. fundar stjórnar SSNV, 1. desember 2020.

 

Þriðjudaginn 1. desember 2020 kom stjórn SSNV saman til fundar á Skagaströnd. Hófst fundurinn kl. 09:30.

 

Mætt voru: Ingibjörg Huld Þórðardóttir, Þorleifur Karl Eggertsson, Álfhildur Leifsdóttir, Halldór G. Ólafsson, Anna Margret Sigurðardóttir og Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri, sem ritaði fundargerð. Ingibjörg Huld Þórðardóttir, formaður, setti fundinn og stjórnaði honum.

 

Dagskrá

 

  1. Málefni jöfnunarsjóðs sveitarfélaga
  2. Greinargerð um sóknaráætlanir landshluta 2015-2019.
  3. 9 mánaða uppgjör.
  4. Ráðning starfsmanns í bókhald og skrifstofustörf.
  5. Fundargerðir.
  6. Umsagnarbeiðnir.
  7. Skýrsla framkvæmdastjóra.
  8. Önnur mál.

 

Afgreiðslur

1.      Málefni Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. 

Þann 24. nóvember 2020 bókaði byggðarráð Skagafjarðar svohljóðandi um kröfu Reykjavíkurborgar á hendur Jöfnunarsjóði sveitarfélaga:

 

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar harmar þá stöðu sem upp er komin í málefnum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Reykjavíkurborg virðist ætla að halda til streitu kröfu á hendur Jöfnunarsjóði upp á um 8,7 milljarða króna fyrir meint vangoldin framlög úr sjóðnum. Þessari kröfu hefur þegar verið hafnað af hálfu ríkisins.

 

Ljóst er hins vegar að muni krafan ná fram að ganga þá eru það sveitarfélögin í landinu, í gegnum Jöfnunarsjóð, sem á endanum munu greiða kröfuna í formi skertra framlaga til þeirra eins og fyrri kröfur sem lent hafa á sjóðnum. Með því er ljóst að fjárhagsleg framtíð sveitarfélaga í landinu er í uppnámi sem og framtíð þess jöfnunarkerfis sem hingað til hefur verið sátt um á meðal sveitarfélaga landsins. Mörg sveitarfélög treysta að miklu leyti á framlög Jöfnunarsjóðs til að sinna þeim fjölmörgu verkefnum sem þeim eru falin og því ljóst að skerðing á framlögum til þeirra í gegn um jöfnunarkerfið mun gera mörgum sveitarfélögum ókleift að sinna þessum verkefnum. Það mun leiða til þess að þjónusta við íbúana mun skerðast verulega frá því sem nú er.

 

Flest sveitarfélög landsins takast nú á við mjög erfiða fjárhagsstöðu á árinu 2020 og jafnframt er flestum þeirra mikil áskorun að ná endum saman við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021. Nái krafa höfuðborgar Íslands, sem byggð hefur verið upp af hálfu ríkisins og skattborgara landsins alls sem miðstöð stjórnsýslu, menningar, íþrótta og lista, fram að ganga er ljóst að rekstur sveitarfélaga landsins er í uppnámi um komandi framtíð.

 

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar á Reykjavíkurborg að draga kröfu sína til baka og leita annarra leiða gagnvart ríkisvaldinu til að ná fram þeirri leiðréttingu sem borgin telur sig eiga rétt á en í gegnum jöfnunarsjóð sveitarfélaga og þar með gagnvart sveitarfélögunum í landinu, með ófyrirséðum afleiðingum fyrir sveitarfélögin og íbúa þeirra. Byggðarráð skorar jafnframt á önnur sveitarfélög landsins að taka undir bókunina og gera að sinni.

 

Stjórn SSNV tekur heilshugar undir bókun Byggðarráðs Skagafjarðar og gerir að sinni.

 

2.      Greinargerð um sóknaráætlanir landshluta 2015-2019. 

Lagt fram til kynningar.

 

3.      9 mánaða uppgjör. 

Lagt fram 9 mánaða uppgjör samtakanna. Rekstur er almennt skv. áætlun.

 

4.      Ráðning starfsmanns í bókhald og skrifstofustörf. 

Auglýst var eftir starfsmanni í bókhald og skrifstofustörf á skrifstofu SSNV á Hvammstanga þann 5. nóvember sl. með umsóknarfresti til 26. nóvember. 28 umsóknir bárust og er úrvinnsla umsókna hafin. Framkvæmdastjóra er falið að ljúka ferlinu og ganga frá ráðningu starfsmanns að því loknu.

 

5.      Fundargerðir lagðar fram til kynningar. 

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, 30. október 2020. Fundargerðin.

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, 20. nóvember 2020. Fundargerðin.

Stjórn SSH, 19. október 2020. Fundargerðin.

Stjórn SSH, 27. október 2020. Fundargerðin.

Stjórn SSH, 2. nóvember 2020. Fundargerðin.

Stjórn SSH, 9. nóvember 2020. Fundargerðin.

Stjórn SSH, 16. nóvember 2020. Fundargerðin.

Aðalfundur SSH, 13. nóvember 2020. Fundargerðin.

Stjórn SASS, 28. október 2020. Fundargerðin.

Stjórn SASS, 6. nóvember 2020. Fundargerðin.

Stjórn SSNE, 11. nóvember 2020. Fundargerðin.

Stjórn SSNE, 25. Nóvember 2020. Fundargerðin.

Stjórn SSS, 18. nóvember 2020. Fundargerðin. 

Stjórn SSV, 15. október 2020. Fundargerðin.

Stýrihópur Stjórnarráðsins um byggðamál, 2. nóvember 2020. Fundargerðin.

 

6.      Umsagnarbeiðnir og mál í samráðsgátt stjórnvalda. 

Tillaga til þinngsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar, 39. mál. Umsagnarfrestur til 19. nóvember. Innsend umsögn SSNV.

Frumvarp til stjórnskipunarlaga um stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, 26. mál. Umsagnarfrestur til 19. nóvember.

Frumvarp til laga um búvörulög og búnaðarlög (verðlagsnefnd búvara, undanþágur frá ákvæðum samkeppnislaga, verðjöfnunargjöld), 229. mál. Umsagnarfrestur til 25. nóvember. Innsend umsögn SSNV.

Tillaga til þingsályktunar um aðgerðir í þágu sveitarfélaga vegna heimsfaraldurs kórónuveiru, 43 mál. Umsagnarfrestur til 25. nóvember.

Þingsályktunartillaga um stóreflingu innlendrar matvælaframleiðslu og öruggt og fyrirsjáanlegt rekstrarumhverfi landbúnaðar, 42. mál. Umsagnarfrestur til 25. nóvember.

Frumvarp til laga um opinber fjármál (mat á áhrifum stjórnarfrumvarpa), 143. mál. Umsagnarfrestur til 27. nóvember.

Frumvarp til laga um staðfestingu ríkisreiknings 2019,  277. mál. Umsagnarfrestur til 29. nóvember.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um náttúruvernd, nr. 60/2013 (málsmeðferð o.fl.), 276. mál. Umsagnarfrestur til 1. desember.

Frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum nr 123/2010 (uppbygging innviða og íbúðarhúsnæðis), 275. mál. Umsagnarfrestur til 2. desember 2020.

Frumvarp til laga um fiskeldi (vannýttur lífsmassi í fiskeldi), 265. mál. Umsagnarfrestur til 2. desember.

Frumvarp til laga um breytingu á umferðalögum nr. 77/2019, 280. mál. Umsagnarfrestur til 3. desember.

Tillaga til þingsályktunar um aukna skógrækt til kolefnisbindingar, 139. mál. Umsagnarfrestur til 1. desember.

Frumvarp til laga um fæðingar- og foreldraorlof, 323. mál. Umsagnarfrestur til 6. desember.

Frumvarp til laga um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum (markmið, áhættumat, sektir o.fl.), 311. mál. Umsagnarfrestur til 9. desember.

Frumvarp til laga um Tækniþróunarsjóð, 321. mál. Umsagnarfrestur til 11. desember.

Frumvarp til laga um opinberan stuðning við nýsköpun, 322. mál. Umsagnarfrestur til 11. desember.

Viðauki við Landsskipulagsstefnu, Skipulagsstofnun. Umsagnarfrestur til 8. janúar 2021.

 

Umsagnir hafa verið sendar inn um tillögu til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar og frumvarp tillaga um búvörulög og búnaðarlög. Ekki þykir ástæða til umsagna um önnur mál.

 

7.      Skýrsla framkvæmdastjóra. 

Flutt munnlega á fundinum.

 

8.      Önnur mál. 

a)      Stafrænt ráð sveitarfélaga.

 

Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi SSNV í stafrænu ráði sveitarfélaga fer yfir helstu störf ráðsins.

 

b)     Almenningssamgöngur.

 

SSNV ásamt Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi og Fjórðungssambandi Vestfirðinga eru eigendur NVB ehf. sem stofnað var um rekstur almenningssamgangna í landshlutunum með samningi við Vegagerðina. Um áramót 2019/2020 yfirtók Vegagerðin rekstur almenningssamgangna og því hefur enginn rekstur verið í félaginu frá þeim tíma. Stjórn NVB ehf., eftir samráð við KPMG, leggur til að félaginu verði slitið án þess að slitanefnd verði skipuð og án þess að auglýst verði eftir kröfum í félagið, þar sem tæpt ár er síðan akstri á ábyrgð félagsins lauk og engar kröfur hafi komið fram á þeim tíma. NVB ehf. leggur einnig til að fela KPMG að sjá um slit félagsins.

 

Stjórn SSNV samþykkir tillögur stjórnar NVB ehf.

 

c)      Fundur með Vegagerðinni um samgöngumál á Norðurlandi vestra.

 

Þriðjudaginn 24. nóvember fór fram fundur með forsvarsmönnum Vegagerðarinnar ásamt þingmönnum kjördæmisins, oddvitum og framkvæmdastjórum sveitarfélaganna á starfssvæði samtakanna. Farið var yfir verkefni á döfinni í landshlutanum og helstu áherslur.

 

Stjórn fagnar þeim verkefnum sem ráðast á í landshlutanum á næstunni en leggur áherslu á að enn eru fjölmörg afar brýn verkefni sem bíða og hafa gert lengi. Í því sambandi er vísað í samgönguáætlun landshlutans sem samþykkt var 2019 þar sem framkvæmdum er forgangsraðað og mikilvægt að þeirri röð verði fylgt við ákvörðun framkvæmda.

 

d)     Tilnefning fulltrúa í fagráð menningar.

 

Stjórn tilnefnir Björgu Baldursdóttur í fagráð menningar Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra í stað Helgu Rósar Indriðadóttur sem beðist hefur lausnar.

 

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 11:49.

 

Ingibjörg Huld Þórðardóttir

 

Þorleifur Karl Eggertsson

 

Halldór G. Ólafsson

 

Álfhildur Leifsdóttir

 

Anna Margret Sigurðardóttir

 

Unnur Valborg Hilmarsdóttir