Fundargerð stjórnar 6.febrúar 2017

 Hér má nálgast fundargerðina á pdf formi

 

Fundargerð  14. fundar stjórnar SSNV 6. febrúar 2017.

 

Mánudaginn 6. febrúar 2017 kom stjórn SSNV saman til fundar á Laugarbakka og hófst fundurinn kl. 19:30.

Mætt til fundar: Adolf H. Berndsen, Sigríður Svavarsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson, Unnur Valborg Hilmarsdóttir, Valgarður Hilmarsson og Björn Líndal Traustason framkvæmdstjóri sem ritaði fundargerð. Stefán Vagn Stefánsson formaður stjórnar setti fundinn og stjórnaði honum.

 

Dagskrá:

  1. Fundargerð 13. stjórnarfundar SSNV dags.  17. janúar 2017.
  2. 25. ársþing SSNV - Kjörnefnd
  3. Markaðsátak
  4. Stefnumarkandi stjórnunaráætlanir  - svæðisráð
  5. Störf í heimabyggð
  6. Fundargerðir
  7. Skýrsla framkvæmdastjóra

 

Samþykkt að taka á dagskrá:

      8. Upplýsingar um framlög frá Jöfnunarsjóði og Byggðastofnun

      9. Endurnýjun samnings um við Markaðsstofu Norðurlands

 

     10.  Önnur mál 

 

Afgreiðsla

1.  Fundargerð 13. stjórnarfundar SSNV dags.  17. janúar 2017.

Fundargerðin samþykkt.

 

2.  25. ársþing SSNV - Kjörnefnd

Stjórn skipaði eftirtalda í kjörnefnd:

 

Þórdís Friðbjörnsdóttir formaður

Margeir Friðriksson

Halldór G. Ólafsson

Jóhanna Magnúsdóttir

Elín Jóna Rósinberg

 

 3.   Markaðsátak

Áætlun lögð fram um þá vinnu sem er lagt er upp með. Umræður um framkvæmd verkefnisins.

 Stjórn staðfestir áætlunina.

 

4.   Stefnumarkandi stjórnunaráætlanir  - svæðisráð

Stefnumarkandi stjórnunaráætlanir er verkefni sem leitt er áfram af Markaðsstofu Norðurlands og Ferðamálastofu. Óskað hefur verið eftir að framkvæmdastjóri SSNV taki sæti í svæðisráði vegna verkefnisins. 

Stjórn samþykkir að framkvæmdastjóri taki sæti í svæðisráði.

 

5.   Störf í heimabyggð

Umræður um hvernig sé unnt að auka viðskipti innan landshlutans og fjölga þar með störfum. 

Formanni og framkvæmdastjóra falið að afla gagna og leggja fram tillögur um mögulegar aðgerðir til að auka viðskipti aðila innan landshlutans og fjölga þar með störfum.

 

6.   Fundargerðir.

Lagðar fram til kynningar:

Eyþing 289. fundur stjórnar dags. 16. des. 2016.

Eyþing 290. fundur stjórnar dags. 6. janúar 2016.

SSA fundur stjórnar dags. 29. nóvember 2016.

SSA fundur stjórnar dags. 3. janúar 2017.

SASS 515. fundur stjórnar dags. 16. desember 2016.

SSH 437. fundur stjórnar dags. 2.desember 2016.

SSH 438. fundur stjórnar dags. 9. janúar 2017.

SSS 710. fundur stjórnar dags.14. desember 2016.

SSS 711. fundur stjórnar dags. 18. janúar 2017.

SSV 127. fundur stjórnar dags. 23. nóvember 2016.

FV fundur stjórnar dags. 23. nóvember 2016.

 

Fundur allra landshlutasamtaka með fulltrúum stjórnmálaflokkanna dags. 19. janúar 2017.

 

31. fundur stýrihóps Stjórnarráðsins dags. 12. desember 2016.

32. fundur stýrihóps Stjórnarráðsins dags. 10. janúar 2017. 

 

9.10. og 11. fundargerðir úthlutunarnefndar Uppbyggingarsjóðs.              

 

7.   Skýrsla framkvæmdastjóra.

Flutt munnlega á fundinum.

 

8.   Upplýsingar um framlög frá Jöfnunarsjóði og Byggðastofnun

Lagðar fram til kynningar upplýsingar um framlög ársins 2017 frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til rekstrar SSNV og Byggðastofnunar vegna atvinnuþróunar.

Framlag jöfnunarsjóð verður 29.500.000 kr. á árinu 2017 en var 27.536.994 kr. á árinu 2016.

Framlag Byggðastofnunar vegna atvinnuþróunar verður 22.431.000 kr. á árinu 2017 en var 21.242.004 kr. á árinu 2016.

 

9.   Endurnýjun samnings um við Markaðsstofu Norðurlands

Fram kom að samningur um stuðning SSNV við Markaðsstofu Norðurlands dags. 11.03. 2016 rann út um síðustu áramót. Stuðningur SSNV við Markaðsstofuna var  m.v. 500 kr. á hvern íbúa landshlutans eða samtals 3.565.000 kr. á árinu 2016. 

Framkvæmdastjóra falið að endurnýja samninginn.

 

10.   Önnur mál

Engin mál voru rædd undir þessum lið. 

 

Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 21:00

 

Stefán Vagn Stefánsson (sign.)

 

Adolf H. Berndsen (sign.)

 

Sigríður Svavarsdóttir (sign.)

 

Unnur Valborg Hilmarsdóttir (sign.)

 

Björn Líndal Traustason (sign.)