Vorfundur atvinnuþróunarfélaga

Starfsmenn SSNV sitja nú vorfund atvinnuþróunarfélaga á Akureyri. Á fundinum er farið yfir leiðir til að gera atvinnuráðgjöf landshlutasamtakanna markvissari og árangursríkari auk þess sem atvinnuráðgjafar á landinu öllu bera saman bækur sínar. Fundurinn er skipulagður af Byggðastofnun og endar ársfundi stofnunarinnar.