Vélstjórn, tæknilausnir og viðhald - Sauðárkrókur

 

Félagið starfrækir mjög tæknivædda vinnslu sem krefst þekkingar og útsjónarsemi við rekstur og umsjón.
Um er að ræða fjölbreytt starf á sviði tækni, iðnstýringa, vélstjórnunar og viðhalds.

Helstu verkefni:
• Rekstur vélbúnaðar, tækja- og iðnstýrikerfa.
• Umsjón með viðhaldi og viðhaldsverkefnum.
• Frekari þróun og innleiðing á tæknilausnum.
• Samskipti við birgja og þjónustuaðila, innlenda sem erlenda.
• Allskonar reddingar og inngrip þegar þörf er á!

Hæfniskröfur:
• Menntun á sviði vélvirkjunar, vélstjórnar, rafvirkjunar eða sambærilegu.
• Góð tölvukunnátta. Þekking og reynsla af iðnstýringum og slíkum lausnum.
• Góð enskukunnátta.
• Jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum.
• Þjónustulund, jákvæðni og áhugi á framleiðslu eru æskilegir eiginleikar.
• Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði í starfi.

Upplýsingar gefur Óskar í síma 892-1586 eða Hilmar í síma 898-8370.
Vinsamlegast sendið umsókn á oskar@dogun.is

Dögun sérhæfir sig í veiðum og vinnslu á rækju og starfrækir mjög fullkomna rækjuvinnslu á Sauðárkróki. Félagið hefur nýlokið við miklar endurbætur á framleiðslubúnaði með frekari tæknivæðingu, sjálfvirkni og möguleikum á aukinni vinnslu. Dögun gerir út rækjutogarann Dag SK 17.