Úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs

Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra er samkeppnissjóður og  veitir verkefnastyrki til menningarverkefna,  atvinnuþróunar og nýsköpunar  auk stofn- og rekstrarstyrkja til menningarmála. Sjóðurinn er hluti af samningi milli SSNV og ríkisins um Sóknaráætlun Norðurlands vestra 2015-2019.

Við mat á umsóknum vísast til úthlutunarreglna og viðmiða um mat á umsóknum sem finna má á vefsíðu SSNV. Tvö fimm manna fagráð, annars vegar á sviði menningarmála og hins vegar á sviði atvinnuþróunar- og nýsköpunar,  meta umsóknirnar og skila tillögum til úthlutunarnefndar sem tekur endanlega ákvörðun um styrkveitingu.

Hér má finna lista yfir styrkhafa