Upplýsinga- og bókasafnsfræðingur hjá Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra óskar eftir að ráða upplýsinga- og bókasafnsfræðing í 100% starf sem umsjónarmaður skólasafns, gæðastjóri, skjalastjóri og ritstjóri heimasíðu og samfélagsmiðla. 

Helstu verkefni
- Ábyrgð og umsjón með þróun skjalastefnu og rafræns skjalastjórnunarkerfis.
- Umsjón með móttöku, skráningu, varðveislu og miðlun skjala.
- Umsjón með gæðakerfi skólans.
- Gerir áætlanir um starfsemi bókasafnsins og hefu umsjón með daglegum rekstri þess, bóka- og gagnakosti svo og tækjum og lesaðstöðu.
- Annast skráningu bókasafnsins og sér um að halda henni við.
- Annast val og innkaup bóka og annarra gagna til bókasafnsins í umboði skólameistara.
- Ritstjórn og umsjón með heimasíðu skólans og samfélagsmiðlum.
- Tekur saman bókalista frá kennurum og sér um að bókapantanir séu gerðar tímanlega fyrir upphaf hverrar annar.  Sér um öll bókakaup skólans.  

Kröfur um þekkingu og hæfni
- Háskólamenntun á sviði bókasafns- og upplýsingafræði.
- Þekking og reynsla af rafrænu skjalavörslukerfi.
- Þekking og reynsla af gæðastjórnun.
- Almenn og góð tölvukunnátta. 
- Góð færni í mannlegum samskiptum.
- Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Gott vald á íslensku og ensku. 

Leitað er að áhugasömum einstaklingi sem hefur frumkvæði, metnað til að ná árangri og er lipur í mannlegum samskiptum.   Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga hafa gert.
Næsti yfirmaður er skólameistari.  

Umsókn með ítarlegri ferilskrá og kynningarbréfi óskast send skólameistara.  
Umsóknir skal senda á netfangið keli@fnv.is. Öllum umsóknum verður svarað.

Nánari upplýsingar veita Þorkell V. Þorsteinsson, skólameistari í síma 894-7484 og Kristján Bjarni Halldórsson, aðstoðarskólameistari í síma 691-4999. Umsóknir þurfa að berast skólanum ekki síðar en fimmtudaginn 18. júlí næstkomandi.