Tækifæri dreifðra byggða – málþing 5. september

Landshlutasamtökin og Nýsköpunarmiðstöðu standa fyrir málþingi um tækifæri dreifðra byggða í 4. Iðnbyltingunni fimmtudaginn 5. september 2019. Málþingið verður með óhefðbundnu sniði þar sem það fer fram á 6 stöðum á landinu samtímis en verður jafnframt send út á netinu. Á Norðurlandi vestra verður málþingið haldið í Farskólanum Faxatorgi. Hefst það kl. 9 og stendur til kl. 13.30

Skráning á málþingið fer fram hér: https://www.nmi.is/is/frumkvodlar/taekifaeri-dreifdra-byggda-5-september

 

Dagskrá málþingsins:

Kl. 09:00 Ávarp Þórdísar Kolbrúnar Gylfadóttir ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
Kl. 09:10 Fundarstjóri tekur við.
Kl. 09:15 Ragnheiður Magnúsdóttir, formaður tækninefndar Vísinda - og tækniráðs 
Kl. 09:35 David Wood, framtíðarfræðingur frá Bretlandi
Kl. 09:55 Stafrænt Ísland. Berglind Ragnarsdóttir verkefnastjóri.
Kl. 10:05 Nýsköpun og frumkvöðlastarf í brothættum byggðarlögum. Eva Pandóra Baldursdóttir verkefnastjóri
Kl. 10:15 Stutt kaffihlé
Kl. 10:30 Austurland. María Kristmundsdóttir Alcoa Fjarðarál
Kl. 10:40 Norðurland eystra. Garðar Már Birgisson – thula.is 
Kl. 10:50 Norðurland vestra. Álfhildur Leifsdóttir kennari í Ársskóla
Kl. 11:00 Suðurland. Eva Björk Harðardóttir oddviti Skaftárhrepps
Kl. 11:10 Vestfirðir. Arnar Sigurðsson Blábankastjóri.
Kl. 11:20 Vesturland. Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri Akranes.
Kl. 11:30 Ávarp Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu og sveitastjórnarráðherra

Kl. 11:40 Kaffi og vinnustofur

Kl. 12:30 Léttur hádegisverður
Kl. 13:00 - Fyrirspurnir og umræður
Kl. 13:30 - Málþingslok