Sveitarfélagið Skagafjörður, Verkefnastjóri í upplýsingatækni- og öryggismálum

Laust er til umsóknar starf verkefnastjóra í upplýsingatækni- og öryggismálum hjá Sveitarfélaginu Skagafirði. Leitað er eftir öflugum og skipulögðum einstakling með framúrskarandi samskiptahæfni. Góð tölvukunnátta og brennandi áhugi á öryggismálum, bæði í upplýsingatækni og vinnuvernd er skilyrði.

Nánari upplýsingar um starfið: 

Upphaf starfs: Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. 

Starfshlutfall:  100% starfshlutfall.

Starfssvið:            Starfsmaður hefur yfirumsjón með upplýsingatækni- og öryggismálum sveitarfélagsins. Sér um fræðslu og ráðgjöf til notenda og starfsmanna. Sér um samskipti við þjónustuaðila á sviði upplýsingatækni. Skipulagning og þarfagreining á viðhaldi og endurnýjun tölvubúnaðar og upplýsingakerfa. Gerð og framfylgni áhættumats á sviði upplýsingatækni og vinnuverndar. Framfylgir og endurskoðar stefnu í öryggismálum.

Menntunarkröfur: Menntun sem nýtist í starfi eða töluverð reynsla af sambærilegu starfi. Gerð er krafa um bílpróf. Hæfniskröfur: Leitað er að einstaklingi með framúrskarandi samskiptahæfni. Góð tölvukunnátta og þekking á virkni tölvukerfa er skilyrði (t.d. Office 365, Navision, H3 o.s.frv.) Brennandi áhugi á öryggismálum, bæði í upplýsingatækni og vinnuvernd er skilyrði. Reynsla á báðum sviðum er æskileg. Umsækjandi þarf að vera tilbúinn til að tileinka sér nýjar hugmyndir, hafa metnað í starfi, vera jákvæður og sýna af sér sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð sem og frumkvæði. Hreint sakavottorð. 

Vinnutími: Dagvinna.

Launakjör: Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.  

Umsóknarfrestur: Er  til og með 23. júní 2019.

Nánari upplýsingar: Sigfús Ólafur Guðmundsson, verkefnastjóri, í síma 455 6170 eða með því að senda fyrirspurn á netfangið sigfusolafur@skagafjordur.is.

 Umsóknir: Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Afrit af prófskírteinum þurfa að fylgja umsókn.  Umsókn ásamt fylgiskjölum skal skilað í gegnum íbúagátt sem finna má á heimasíðu sveitarfélagsins www.skagafjordur.is (laus störf).   Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. 

Konur, sem og karlar, eru hvattar til að sækja um.