Sveitarfélagið Skagafjörður, Skipulags- og byggingarfulltrúi

Skipulags- og byggingarfulltrúi ber ábyrgð á skipulagsgerð í sveitarfélaginu í samræmi við lög nr. 123/2010 og reglugerðir og á framkvæmd opinbers byggingareftirlits í samræmi við gildandi lög nr. 160/2010 og reglugerðir. 
 
Leitað er að öflugum og metnaðarfullum einstaklingi í starfið. Skipulags- og byggingarfulltrúi ber ábyrgð gagnvart sveitarstjóra í öllum störfum sínum og ákvörðunum. Launakjör eru skv. kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Starfshlutfall er 100%. Æskilegt er að viðkomandi getið hafið störf sem fyrst. Konur, jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um.

Helstu viðfangsefni og ábyrgð:

 • Yfirumsjón með skipulagsgerð á vegum sveitarfélagsins. 
 • Eftirlit með að framkvæmdir séu í samræmi við skipulag og útgefin leyfi.
 • Samskipti við hönnuði, verktaka og íbúa í tengslum við skipulags- og byggingaleyfisskyldar framkvæmdir í sveitarfélaginu. 
 • Ábyrgð og umsjón með útgáfu byggingaleyfa, vottorða og skráningu mannvirkja. 
 • Afgreiðsla umsókna. 
 • Yfirferð og samþykkt aðaluppdrátta, verkfræði- og séruppdrátta. 
 • Útsetning og mælingar. 
 • Undirbúningur funda skipulags- og byggingarnefndar og útsending fundarboða. 
 • Gerð fjárhagsáætlana málaflokksins í samvinnu við fjármálastjóra, aðalbókara og sveitarstjóra.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólapróf sem nýtist í starfi, t.d. byggingarfræðingur, verkfræðingur, tæknifræðingur, skipulagsfræðingur eða arkitekt. 
 • Æskilegt er að umsækjandi uppfylli skilyrði 8. og 25. gr. mannvirkjalaga og 7. gr. skipulagslaga. 
 • Góð þekking á lögum og reglugerðum tengdum bygginga- og skipulagsmálum er æskileg. 
 • Þekking/reynsla af opinberri stjórnsýslu er æskileg. 
 • Góð tölvukunnátta og þekking á forritum er skilyrði. 
 • Reynsla af áætlanagerð s.s. verk-, kostnaðar- og fjárhagsáætlanagerð. 
 • Leiðtogahæfni og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum. 
 • Þekking og reynsla af stjórnun og rekstri er æskileg. 
 • Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og skipulagshæfni. 
 • Góð íslenskufærni í ræðu og riti. Kunnátta í öðrum tungumálum er æskileg

Nánari upplýsingar um starfið veita Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri í síma 455-6000, netfang sigfus@skagafjordur.is og Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi í síma 455-6000, netfang jobygg@skagafjordur.is.
 
Umsóknarfrestur er til og með 16. september 2019. Umsóknum um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Afrit af prófskírteini skal fylgja umsókn. Umsóknum ásamt fylgiskjölum skal skilað í gegnum íbúagátt sem finna má á heimasíðu sveitarfélagsins www.skagafjordur.is (laus störf). Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.