Stuðningur við FabLab á Sauðárkróki

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og Hátæknisetrið á Sauðárkróki hafa gengið frá samningi um stuðning samtakanna við rekstur FabLab aðstöðu á Sauðárkróki. Er verkefninu ætlað að efla nýtingu grunnskóla á starfssvæði samtakanna á aðstöðunni í kennslu. Fab Lab (Fabrication Laboratory) er smiðja með tækjum og tólum til að búa til nánast hvað sem er. Fab Lab smiðjan gefur ungum sem öldnum, einstaklingum og fyrirtækjum, tækifæri til að þjálfa sköpunargáfuna og hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd með því að hanna, móta og framleiða hluti með aðstoð stafrænnar tækni.

Fab Lab smiðjan á Sauðárkróki er staðsett í verknámshúsi Fjölbrautarskólans á Norðurlandi vestra. Verkefnisstjóri Fab Lab á Sauðárkróki er Karítas Sigurbjörg Björnsdóttir.

 

Stuðningurinn er áhersluverkefni Sóknaráætlunar Norðurlands vestra og nemur 4 milljónum á ári árin 2020-2021.