Staðsetning starfa á vegum ríkisins

Byggðastofnun hefur gert árlega könnun á staðsetningu starfa á vegum ríkisins frá áramótum 2013/2014. Fyrir liggja nú tölur um fjölda stöðugilda til áramótanna 2017/2018. Störfin eru mun fleiri en stöðugildin en við höfum kosið að setja upplýsingarnar fram í fjölda stöðugilda. Þá er miðað við hvar störfin eru unnin, en ekki hvar viðkomandi starfsmaður býr. Tölum er skipt niður á konur og karla.

Stöðugildum er skipt í tvo flokka. Í fyrsta lagi stöðugildi sem greidd eru af Fjársýslunni og hjá opinberum hlutafélögum og stofnunum í eigu ríkisins. Þeim flokki tilheyra til að mynda ráðuneytin, Byggðastofnun, Háskóli Íslands og Isavia. Seinni flokkuninni tilheyra stofnanir sem hafa meirihluta rekstrartekna sinna af fjárlögum. Má nefna sem dæmi Háskólann í Reykjavík, SÁÁ og hjúkrunar- og dvalarheimilin. Víð skilgreining ríkisstarfa eru þessir tveir flokkar samanlagðir.

 

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Byggðastofnunar.