Skýrsla um afkomu sjávarútvegsfyrirtækja

Skýrsla um afkomu sjávarútvegsfyrirtækja sem Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra ásamt Samtökum sveitarfélaga á vesturlandi og Fjórðungssambandi Vestfjarða fengu Deloitte til að vinna hefur vakið mikla athygli. Í henni er dregin fram staða sjávarútvegsfyrirtækja í kjördæminu en afkoma þeirra versnaði á síðasta ári hlutfallslega þónokkuð meira en annarsstaðar á landinu. Skýrist það að mestu af mikilli hækkun veiðigjalda en þau fóru úr 806 milljónum í kjördæminu fiskveiðiárið 2015/16 í 2500 milljónir fiskveiðiárið 2017/18.

 

Skýrslan sem landshlutasamtökin í Norð vesturkjördæmi létu vinna hefur fengið nokkra athygli fjölmiðla enda um að ræða tíðindi í umræðunni um veiðigjöld og afkomu sjávarútvegsfyrirtækja á landinu. Um málið var fjallað bæði í Morgunblaðinu og RÚV.