Samtök verslunar og þjónustu í samstarfi við KoiKoi býður til heillrar viku af fyrirlestrum og reynslusögum um vefverslanir

SVÞ í samstarfi við KoiKoi býður til heillrar viku af fyrirlestrum og reynslusögum fyrir þau sem vilja taka vefverslunina sína upp á næsta stig.

Covid-19 hefur hraðað þróun íslenskrar vefverslunar svo um munar. Fyrirtæki hafa þurft að bregðast hratt við margvíslegum áskorunum, ekki síst óskum og þörfum viðskiptavina um betra viðmót og þjónustu vefverslana. Fyrirtæki hér á landi hafa tekið stór skref í umbótum en ljóst er að til mikils er að vinna með því að þróa og bæta stöðugt vefverslanir og markaðssetningu þeirra.

Jafnt innlendir sem erlendir sérfræðingar munu miðla af reynslu sinni og þekkingu um allt mögulegt sem viðkemur vefverslun, allt frá uppbyggingu hennar til „last mile delivery” og allt þar á milli.

Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar. Fyrirlestrar hefjast kl. 8:30 á morgnana og má búast við að þeim ljúki fyrir kl. 11 eða svo. Yfirskriftir fyrirlestra og allar frekari upplýsingar verða uppfærðar eftir því sem þær eru staðfestar.

 

Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu SVÞ.