Samningur um gerð fýsileikakönnunar á auknu samstarfi safna og setra á Norðurlandi vestra

Gengið hefur verið frá samningi við Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Ströndum um gerð fýsileikakönnunar um aukið samstarf og mögulegar sameiningar safna á Norðurlandi vestra. Um er að ræða verkefni sem hefur vísun í lið C-14 á byggðaáætlun 2018-2024 og er fjármagnað af mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Markmið verkefnisins er að efla safnastarf í landshlutum. Gert er ráð fyrir að vinna við verkefnið hefjist á næstu vikum og verði lokið í október 2020.