Samningar um sértæk verkefni sóknaráætlunarsvæða

Vatnsdalshólar í Húnavatnshreppi
Vatnsdalshólar í Húnavatnshreppi

Í desember var tilkynnt um úthlutanir styrkja til sértækra verkefna sóknaráætlunarsvæða (liður C1 á byggðaáætlun). Hlutu tvö verkefni á Norðurlandi vestra styrk á árinu 2021.

 

Á dögunum undirrituðu Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri SSNV og Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar, samning um fjármögnun verkefnanna en SSNV sér um samskipti við styrkþega. Í framhaldi var gengið frá samningum við styrkþega um verkefnin og eru þau því formlega hafin. Verkefnin sem hluti styrki voru:

 

Hitaveita í Hrútafirði, mat á jarðhitasvæði og hugsanleg stækkun hitaveitu. Styrkfjárhæð 7.200.000,-, framkvæmdaaðili sveitarfélagið Húnaþing vestra.

Sól í sveit – tóvinna, textíll og ferðamenn. Uppbygging textíltúrisma á Húnavöllum. Styrkfjárhæð 6.000.000,-, framkvæmdaaðili Húnavatnshreppur.

 

Er styrkþegum óskað til hamingju með styrkina og góðs gengis með verkefnin.