Samantekt um rekstur sjávarútvegsfyrirtækja í Norðvesturkjördæmi

Að beiðni Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV), Fjórðungssambands Vestfirðinga (FV) og Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV), vann Deloitte samantekt um rekstur sjávarútvegsfélaga í Norðvesturkjördæmi á árinu 2016 og 2017. Skýrslan er unnin í tengslum við áform stjórnvalda um veiðigjöld. Í henni kemur skýrt fram versnandi afkoma sjávarútvegsfélaga á svæðinu.

 

Sjávarútvegur er víða í kjördæminu undirstöðuatvinnugrein og því hefur vöxtur og viðgangur greinarinnar víðtæk áhrif á flest öll sveitarfélög á svæðinu. Í skýrslunni kemur fram að staða sjávarútvegs versnaði mjög á milli áranna 2016 og 2017 en greiningin náði til stærstu fyrirtækja í bolfiskvinnslu í kjördæminu eða þeirra fyrirtækja sem greiddu 81% af veiðigjöldum á svæðinu. Á árinu 2017 má sjá að tekjur fyrirtækjanna drógust saman um 19%, framlegð (EBITA) lækkaði um 38% og hagnaður um 80%. Þetta sýnir svart á hvítu að fyrirtækin höfðu ekki bolmagn til að greiða háar upphæðir í veiðigjöld, en alls voru fyrirtækin að greiða 2,5 milljarða króna, álíka mikið og allar tekjur sveitarfélags með um 2500 íbúa. Skýrslan sýnir jafnframt fram á að þau fyrirtæki sem stunduðu botnfiskveiðar komu mun verr út hvað varðar veiðigjöldin, en fyrirtæki sem eru í veiðum á uppsjávarfiski.

 

Byggt á niðurstöðum skýrslunnar unnu SSV, FV og SSNV sameiginlega umsögn um frumvarp til laga um veiðigjöld til atvinnuveganefndar. Umsögnina má finna hér: https://www.althingi.is/altext/erindi/149/149-225.pdf

 

Úttekt Deloitte á rekstri sjávarútvegs í Norð-Vesturkjördæmi