Markaðsstarf á samfélagsmiðlum

SSNV stendur fyrir námskeiði seinni hluta október mánaðar í samstarfi við Kapal þar sem meðal annars verður farið yfir stefnumótun í kynningarstarfi og markaðssetningu á samfélagsmiðlum. Kapall sérhæfir sig í markaðsráðgjöf til fyrirtækja.

Til að undirbúa þátttakendur sem best ætlar Sveinbjörg Pétursdóttir, atvinnuráðgjafi SSNV, að fara yfir nokkur grunnatriði er varða t.d. uppsetningu á instagram reikning , þátttakendur fá aðstoð við að setja upp instagram reikning fyrir fyrirtækið og annað tengt komandi námskeiði. Kynningarfundirnir með Sveinbjörgu verða á Hvammstanga þriðjudaginn 3. október, á Blönduósi miðvikudaginn 4. október og á Sauðárkróki fimmtudaginn 5. október. Skráningu skal senda á sveinbjorg@ssnv.is fyrir föstudaginn 29. september 2017.

Námskeiðið með ráðgjöfum Kapals verður nánar auglýst síðar. Kynningarfundir og námskeið er kostað af SSNV.