Mælaborð Sóknaráætlunar nú aðgengilegt á vef SSNV

Mælaborð Sóknaráætlunar Norðurlands vestra er nú aðgengilegt á heimasíðu samtakanna. Þar koma fram upplýsingar sem tengjast þeim verkefnum sem undir sóknaráætlunina falla svo sem fjárhæðir sem úthlutað hefur verið úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra, útgreiðslur styrkja, tengsl áhersluverkefna við málaflokka Sóknaráætlunar, markmið hennar og heimsmarkmið. Mælaborðið er liður í aukinni upplýsingamiðlun og kynningu á þeirri vinnu sem fram fer í tengslum við áætlunina.  Gert er ráð fyrir að mælaborðið verði uppfært mánaðarlega. Magn upplýsinga í mælaborðinu mun aukast á samningstímanum og eftir því sem verkefnum fjölgar en árið 2020 er fyrsta árið af fimm ára gildistíma núverandi samnings um Sóknaráætlun Norðurlands vestra.

 

Mælaborðið er aðgengilegt á svæði Sóknaráætlunar á heimasíðu SSNV í valmynd hægra meginn á síðunni eða hér.

 

Sóknaráætlun landshlutans ásamt upptöku af kynningu á áætluninni er að finna hér.