Kynning á vinnu við gerð nýrrar kerfisáætlunar í Miðgarði

Fjölsóttur fundur var haldinn í dag í Miðgarði á vegum Landsnets til kynningar á vinnu við gerð nýrrar kerfisáætlunar. Fundurinn var liður í samráðsfeli í tengslum við vinnuna, sem nú stendur yfir.  Flutt var greinargóð kynning á vinnunni og sköpuðust fjörugar umræður í kjölfarið.

 Alls mættu um 40 manns á fundinn af öllu Norðurlandi vestra enda um að ræða mikið hagsmunamál fyrir landshlutan,  að flutningskerfi raforku á svæðinu verði styrkt.

Fólk getur kynnt sér áætlunina á síðu Landsnets    Frestur til að senda inn athugasemdir á landsnet@landsnet.is er til 24. júní n.k.