Kynning á Stafrænni leið á ársfundi Byggðastofnunar

Sveinbjörg Pétursdóttir atvinnuráðgjafi hjá SSNV hélt kynningu á verkefninu Stafræn leið á ársfundi Byggðastofnunar sem haldinn var 11. apríl sl. á Siglufirði. Sveinbjörg er verkefnisstjóri verkefnisins fyrir hönd SSNV en samstarfsaðilar eru frá Írlandi, Norður-Írlandi og Finnlandi.

Megin markmið verkefnisins er að finna leiðir til að auðvelda fyrirtækjum sem staðsett eru fjarri markaði að koma vöru sinni og þjónustu á framfæri með aðstoð stafrænnar tækni svo sem sýndarveruleika og auknum veruleika. Verkefnatímabilið telur 3 ár og er verkefnið styrkt af Norðurslóðaáætlun. Norðurslóðaáætlunin er atvinnu- og byggðaþróunarsjóður sem ætlað er að stuðla að samstarfsverknum sem miða að því að finna lausnir á sameiginlegum viðfangsefnum samstarfslandanna. NPA svæðið samanstendur af norðurhéruðum Noregs, Svíþjóðar, Finnlands, Skotlands, Írlands ásamt Norður-Írlandi, Færeyjum, Grænlandi og Íslandi.