Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hvammstanga óskar eftir að ráða aðstoðarmatráð

Heilbrigðisstofnun Vesturlands Hvammstanga óskar eftir að ráða aðstoðarmatráð til starfa. Um er að ræða 40% starf aðstoðarmatráðs í eldhúsi. Unnið er vaktir á móti yfirmanni eldhúss. Vinnutími er frá 8-16, virka daga og aðra hvora helgi. Staðan er laus frá 1 ágúst.

Helstu verkefni og ábyrgð

Öll störf sem falla til í eldhúsi. Uppvask, þrif, matargerð og fleira.

Hæfniskröfur

Jákvæðni og góð samskiptahæfni. Snyrtimennska og stundvísi. Góð íslenskukunnátta. Reynsla af matráðsstörfum er kostur.

Frekari upplýsingar um starfið

Sótt er um á hve.is eða starfatorg.is.

Umsóknarfrestur er til 15.07.2019

Laun samkvæmt viðkomandi stéttarfélag

Starfshlutfall er 40%

Nánari upplýsingar gefur:

Aldís Olga Jóhannesdóttir, Netfang aldis.johannesdottir@hve.is vinnusími 4321300