Hvað get ég gert núna?

Við lifum á skrítnum tímum og höfum öll þurft að aðlaga okkur að breyttum aðstæðum. Útlit er fyrir að fjölmörg fyrirtæki komi til með að taka á sig stór högg. Á mörgum stöðum hefur töluvert hægst á í rekstri og víða liggur rekstur alveg niðri.

Í árferði þar sem mikil óvissa ríkir um framtíðina er vert að beina spjótum sínum að þeim verkefnum sem hægt er að sinna á þessum tímapunkti. Hvað get ég gert núna?

Á meðan þetta tímabil stendur yfir gefst tækifæri til að fara í naflaskoðun á fyrirtækinu, sækja sér þekkingu t.d. í markaðsmálum, fara í endurskipulagningu á rekstri, skoða nýja markhópa og þar fram eftir götunum.

Tækifæri myndast ávallt í óreiðu og áföllum, við þurfum að nota tímann nú til að láta hugann reika og finna þau.

 

Atvinnuráðgjafar SSNV munu eftir sem áður vera reiðubúnir til aðstoðar. Við ráðgerum að fljótlega eftir páska, þegar frekari útfærsla úrræða stjórnvalda liggur fyrir, munum við kortleggja hvernig þjónusta okkar kemur best til móts við þarfir rekstraraðila á svæðinu.