Hugsum hærra í janúar

 Ráðgjafafyrirtækið Senza, SSNV og Vestfjarðarstofa standa fyrir hraðlinum Hugsum hærra fyrir fyrirtæki á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Í hraðlinum fá starfandi fyrirtæki sem vilja hugsa hærra aðstoð við að vinna fjárfestakynningar, móta stefnu og ramma inn viðskiptaáætlun. Sérstök áhersla er að styrkja fyrirtæki í gerð umsókna í nýsköpunarsjóði.*

 

Hraðallinn hefst 7. janúar á kynningarfundi og netnámskeiði. Vinnustofur standa yfir í þrjá daga, í vikunni 11-15. janúar (sjá dagskrá).

 

Einar Sigvaldason, MBA, stjórnendaþjálfi og ráðgjafi hjá Senza Partners leiðir hraðallinn. Einar hefur starfað í nýsköpun í 15 ár, sem framkvæmdastjóri og meðstofnandi þriggja sprotafyrirtækja á hugbúnaðarsviði og hefur fimm sinnum fengið Rannís styrki fyrir eigin fyrirtæki og tvisvar sprotafjármögnun.

 

Hraðallinn felur í sér:

  • Einkaráðgjöf (3-4 klst per teymi)
  • Ítarlegt netnámskeið (3 klst) í umsóknarskrifum í Rannís sjóði. Nánari upplýsingar hér
  • Fyrirlestrar: Fjárfestakynningar, stefnumótun og viðskiptaáætlanir.
  • Eftirfylgni í þrjá mánuði eftir að hraðlinum lýkur.

Nánari upplýsingar um hraðalinn má nálgast á vefsíðu Senza.

*Samkeppnissjóðir Rannís, Tækniþróunarsjóður (áhersla á Sprota og Vöxt), Matvælasjóður og Evrópustyrkir.


Dagskrá:*

  • 7. janúar 
    • 17:00  Kynning með leiðbeinanda sem veitir þátttakendum aðgang að netnámskeiði í styrkjarskrifum. Næstu þrír dagar fara í netnámskeið og byrjun á eigin skrifum fyrir þá sem vilja. 
  • 11. janúar
    •  09:00 - 12:00 Fyrirlestur Senza, allir saman.
    • Einkaráðgjöf eftir hádegi.

  • 13. janúar
    • Einkaráðgjöf fyrir hádegi.
    • 16:00 - 19:00 Fyrri kynning teymanna, endurgjöf, allir saman. 

  • 15. janúar
    • Einkaráðgjöf, úrvinnsla á endurgjöf.
    • 16:00 - 19:00 Seinni kynning teymanna, endurgjöf, allir saman.

  • Eftirfylgni verður í 3-6 mánuði eftir hraðalinn. 
    • Í formi ráðgjafar á tveggja vikna fresti, þar sem teymin lýsa helstu úrlausnarefnum og leiðbeinendur gefa ráð um leiðina áfram. 

*Dagskráin getur tekið breytingum

 

Leitað er eftir fyrirtækjum sem huga að efla starfsemi sína. Miðað er við að fyrirtæki séu nú þegar starfandi með vöru eða þjónustu á markaði. Vestfjarðarstofa og SSNV niðurgreiða hraðalinn þannig að þátttökugjald er 45.000 kr per fyrirtæki sem tekur þátt í hraðlinum. Athugið að stéttarfélög niðurgreiða í mörgum tilvikum allt að 90% af þátttökugjaldi. 

 

Umsóknarfrestur er til 5. janúar 2020.

Umsóknareyðublað má finna HÉR

 

 

Hafið samband við kolfinna@ssnv.is fyrir nánari upplýsingar.