Gönguleiðir á Norðurlandi vestra tínast inn

Frá upphafi göngu gönguhóps Skagafjarðar á Tindastól
Frá upphafi göngu gönguhóps Skagafjarðar á Tindastól

Eitt af átaksverkefnum vegna áhrifa Covid-19 var hnitsetning gönguleiða á Norðurlandi vestra. Voru ráðnir tveir starfsnemar til verksins með stuðningi frá Vinnumálastofnun, annar með ráðningarsamband við Akrahrepp og hinn með ráðningarsambandi við SSNV. Nemarnir hafa verið að undirbúa verkefnið og skilgreina þær gönguleiðir sem ganga á og ljóst er að möguleikarnir eru margir. Yfir 100 leiðir eru komnar á blað og nú hefst vinna við að ganga þær og safna þeim saman. Hefur gönguhópur Skagafjarðar lagt verkefninu leið með því að hnita þær leiðir sem hópurinn gengur. Eru þeim færðar bestu þakkir fyrir.

 

Stofnaður hefur verið aðgangur á Wikiloc til að safna leiðunum saman en þeim verður í framhaldinu deilt á fleiri sambærilegar síður. Má búast við að þangað inn tínist góðar gönguleiðir smátt og smátt í sumar og því tilvalið fyrir íbúa landshlutans að reima á sig gönguskóna og njóta náttúrunnar í fallega landshlutanum okkar.

 

Við hvetjum þá sem hafa ábendingar um áhugaverðar gönguleiðir að hafa samband.