Fundargerð 59. fundar stjórnar SSNV, 6. október 2020

Hér má nálgast fundargerðina á pdf formi.

 

Fundargerð 59. fundar stjórnar SSNV, 6. október 2020.

 

Þriðjudaginn 6. október 2020 kom stjórn SSNV saman til fundar í fjarfundi. Hófst fundurinn kl. 09:30.

 

Mætt voru: Þorleifur Karl Eggertsson, Álfhildur Leifsdóttir, Halldór G. Ólafsson, Ragnhildur Haraldsdóttir og Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri, sem ritaði fundargerð. Stefán Vagn Stefánsson boðaði forföll. Þorleifur Karl Eggertsson formaður setti fundinn og stjórnaði honum.

 

Dagskrá

 

  1. Styrkur til gerðar fýsileikakönnunar á almenningssamgöngum á Norðurlandi vestra.
  2. Framtíð atvinnulífs á Norðurlandi vestra, vefráðstefna, 22. október 2020.
  3. Fjárhagsáætlun 2021.
  4. Uppbyggingarsjóður.
  5. Árs- og haustþing SSNV, 23. október 2020.
  6. Fundargerðir.
  7. Umsagnarbeiðnir.
  8. Skýrsla framkvæmdastjóra.
  9. Önnur mál.

 

Afgreiðslur

1.      Styrkur til gerðar fýsileikakönnunar á almenningssamgöngum á Norðurlandi vestra.

Framkvæmdastjóri upplýsir stjórn um styrk sem samtökin fengu úr byggðaáætlun, lið A.10., Almenningssamgöngur um land allt. Fjárhæð styrksins er 2.9 milljónir. Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri mun vinna könnunina og má reika með að niðurstöður liggi fyrir í mars 2021. Skoða á þörf á almenningssamgöngum innan svæðis á Norðurlandi vestra og mögulegar útfærslur þeirra.

 

2.      Framtíð atvinnulífs á Norðurlandi vestra, vefráðstefna, 22. október 2020. 

Framkvæmdastjóri fer yfir drög að dagskrá vefráðstefnu sem haldin verður þann 22. október nk.

 

3.      Fjárhagsáætlun 2021. 

Framkvæmdastjóri leggur fram drög að fjárhagsáætlun samtakanna fyrir árið 2021. Stjórn samþykkir áætlunina með áorðnum breytingum.

 

4.      Uppbyggingasjóður. 

Lögð fram fundargerð fundar úthlutunarnefndar Uppbyggingarsjóðs, matsblað sjóðsins fyrir árið 2021 ásamt úthlutunarreglum. Stjórn samþykkir framlögð skjöl. Úthlutun ársins 2021 verður auglýst 9. október nk. með umsóknarfresti til 16. nóvember 2020.

 

5.      Árs- og haustþing SSNV, 23. október 2020. 

Árs- og haustþing samtakanna átti að halda 23. október 2020 á Hótel Laugarbakka. Í ljósi hertra samkomutakmarkana eru allar líkur á að þingið geti ekki farið fram með þeim hætti. Stjórn ákveður að þingið fari fram á netinu þann 23. október kl. 9.30-14. Framkvæmdastjóra falið að vinna að breyttu fyrirkomulagi þingsins.

 

Einnig lögð fram gögn þingsins:

  • Ársreikningur og ársskýrsla ársins 2019. Áður samþykkt af stjórn.
  • Tillaga um laun og þóknun til stjórnar og nefnda.
  • Samþykktir og þingsköp – breytingartillögur.
  • Drög að ályktunum þingsins.

 

Stjórn samþykkir framlögð gögn með áorðnum breytingum og felur framkvæmdastjóra útsendingu þeirra til þingfulltrúa eigi síðar en tveimur vikum fyrir þing eins og kveðið er á um í samþykktum samtakanna.

 

6.      Fundargerðir lagðar fram til kynningar. 

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, 28. ágúst 2020. Fundargerðin.

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, 25. september 2020. Fundargerðin.

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, 29. september 2020. Fundargerðin.

Stjórn SSH, 7. ágúst 2020. Fundargerðin.

Stjórn SSH, 7. september 2020. Fundargerðin.

Stjórn SASS, 13. ágúst 2020. Fundargerðin.

Stjórn SASS, 4. september 2020. Fundargerðin.

Stjórn SSNE, 2. september 2020. Fundargerðin.

Stjórn SSNE, 16. september 2020. Fundargerðin.

Stjórn SSS, 19. ágúst 2020. Fundargerðin.

Stjórn SSS, 16. september 2020. Fundargerðin.

Stjórn SSV, 26. ágúst 2020. Fundargerðin.

Stjórn Vestfjarðastofu, 18. ágúst 2020. Fundargerðin.

Stýrihópur Stjórnarráðsins um byggðamál, 8. júní 2020. Fundargerðin.

Stýrihópur Stjórnarráðsins um byggðamál, 14. september 2020. Fundargerðin.

Byggðamálaráð, 17. september 2020. Fundargerðin.

Byggðamálaráð, 1. október 2020. Fundargerðin.

Stjórn Markaðsstofu Norðurlands, 8. september 2020. Fundargerðin.

 

7.      Umsagnarbeiðnir og mál í samráðsgátt stjórnvalda. 

Drög að frumvarpi til laga um opinberan stuðning við nýsköpun. Mál nr. 202/2020. Mál í samráðsgátt stjórnvalda. Umsagnarfrestur til 9. október.

Frumvarp til laga um fæðingar- og foreldraorlof. Mál nr. 195/200. Mál í samráðsgátt stjórnvalda. Umsagnarfestur til 7. október.

Frumvarp til fjárlaga árið 2021, 1. mál. Umsagnarfrestur til 19. október.

Tillaga til þingsályktunar um fjármálaáætlun fyrir árin 2021-2025, 2. mál. Umsagnarfrestur til 19. október.

Landshlutasamtök eru með í undirbúningi sameiginlega umsögn um drög að frumvarpi til laga um opinberan stuðning við nýsköpun. Framkvæmdastjóra falið að senda inn umsögn um frumvarp til laga um fæðingar- og foreldraorlof þar sem tekið er undir umsögn Byggðastofnunar um mikilvægi þess að huga að sérstökum aðstæðum foreldra á landsbyggðinni þar sem ekki er fæðingarþjónusta. Framkvæmdastjóra jafnframt falið að rýna fjárlög og fjármálaáætlun og gera tillögu að umsögn í samráði við stjórn.

 

8.      Skýrsla framkvæmdastjóra.

Flutt munnlega á fundinum.

 

9.      Önnur mál. 

a)      Markaðsstofa Norðurlands.

Álfhildur Leifsdóttir áheyrnarfulltrúi SSNV í stjórn Markaðsstofu Norðurlands fer yfir helstu störf Markaðsstofunnar.

b)     Landsfundur Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Framkvæmdastjóra falið að gera athugasemd við að ekki verði haldið landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga í ár þegar vel er mögulegt að halda slík þing rafrænt.

 

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 11:12.

 

Þorleifur Karl Eggertsson

 

Halldór G. Ólafsson

 

Álfhildur Leifsdóttir

 

Ragnhildur Haraldsdóttir

 

Unnur Valborg Hilmarsdóttir