Fundargerð 43. fundar stjórnar SSNV 5. apríl 2019.

Hér má nálgast fundargerðina á pdf formi.

 

Fundargerð 43. fundar stjórnar SSNV 5. apríl 2019.


Föstudaginn 5. apríl 2019 kom stjórn SSNV til fundar í Varmahlíð og hófst fundurinn kl. 10:00.

Mætt voru: Þorleifur Karl Eggertsson, Ragnhildur Haraldsdóttir, Valdimar O. Hermannsson, Stefán Vagn Stefánsson, Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir og Unnur Valborg Hilmarsdóttir framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð. Þorleifur Karl Eggertsson setti fundinn og stjórnaði honum.

Dagskrá:

1. Ársreikningur SSNV.

2. Vinna við gerð nýrrar sóknaráætlunar.

3. Ályktun stjórnar vegna fyrirhugaðrar frystingar á framlögum Jöfnunarsjóðs.

4. Styrkbeiðni.

5. Almenningssamgöngur.

6. Ársskýrsla og ársreikningur Þekkingarsetursins á Blönduósi.

7. Fundargerðir.

8. Umsagnarbeiðnir.

9. Skýrsla framkvæmdastjóra.

10. Önnur mál.

Afgreiðslur:

1. Ársreikningur SSNV.

Kristján Jónasson endurskoðandi kemur til fundar og fer yfir ársreikning ársins 2018. Stjórn og framkvæmdastjóri undirrita ársreikninginn.

Kristján vék af fundi að þessum lið loknum.

2. Vinna við gerð nýrrar sóknaráætlunar.

Framkvæmdastjóri leggur fram tvö tilboð vegna vinnu við gerð sóknaráætlanar auk tilkynningar um kostnaðarþátttöku Jöfnunarsjóðs í verkefninu. Stjórn ákveður að taka tilboði KPMG í vinnu við gerð sóknaráætlunar auk sviðsmyndagreiningar og felur framkvæmdastjóra að ganga frá samningi þar um.

3. Ályktun stjórnar vegna fyrirhugaðrar frystingar á framlögum Jöfnunarsjóðs.

Stjórn staðfestir ályktunina sem samþykkt var með tölvupósti þann 27. mars 2019. Ályktunin hefur verið birt á heimasíðu samtakanna og send til fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. 


4. Styrkbeiðni.

Lögð fram styrkbeiðni dags. 24. mars 2019 frá Ingva Hrannari Ómarssyni vegna fyrirhugaðrar skólavistar við Stanford Háskóla. Stjórn tekur jákvætt í erindið enda um einstakt tækifæri að ræða. Nú stendur yfir vinna við gerð starfsreglna um sérstakan stuðning samtakanna við hin ýmsu verkefni. Afgreiðslu beiðnarinnar er frestað þar til þær reglur liggja fyrir.

Stefán Vagn Stefánsson vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.

5. Almenningssamgöngur.

Rætt um stöðu almenningssamgangna og gang í vinnu við framtíðarskipan málaflokksins. Einnig lagt fram yfirlit yfir nýtingu leiða 83, 84 og 85 á árinu 2018. Vegna mjög lítillar nýtingar (24 farþegar á árinu) samþykkir stjórn niðurfellingu leiðar 85 (Hofsós – Sauðárkrókur - Hofsós og Hólar - Sauðárkrókur – Hólar) og felur framkvæmdastjóra að tilkynna akstursaðila og Strætó breytinguna. Stjórn samþykkir að endurskoða ákvörðunina ef forsendur breytast.

6. Ársskýrsla og ársreikningur Þekkingarsetursins á Blönduósi.

Lagt fram til kynningar.

7. Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, 15. mars 2019.

Stjórn SASS, 1. mars 2019. Stjórn Eyþings, 12. mars 2019.

Stýrihópur stjórnarráðsins um byggðamál, 25. febrúar 2019.

Samgöngu- og innviðanefnd SSNV, 21. febrúar 2019.

Starfshópur um endurskoðun samþykkta SSNV, 12. mars 2019.

Starfshópur um framtíðarskipan úrgangsmála á Norðurlandi, 7. mars 2019.

Aðalfundur NVB ehf., 15. mars 2019.

8. Umsagnarbeiðnir.

a. Tillaga til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar, 86. mál.

b. Frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 90. mál.

c. Tillaga til þingsályktunar um kolefnismerkingu á kjötvörur, 275. mál.

d. Frumvarp til laga um ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta, 639. mál.

e. Frumvarp til laga um breytingu á búvörulögum (endurskoðun samnings um starfsskilyrði sauðfjárræktar og verðjöfnunargjöld), 646. mál.

f. Frumvarp til laga um töku gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóð, 710. mál.

g. Tillaga til þingsályktunar um uppgræðslu lands og ræktun túna, 397. mál.

h. Frumvarp til laga um lax- og silungsveiði (selveiðar), 645. mál.

i. Frumvarp til laga um fiskeldi (áhættumat erfðablöndunar, úthlutun eldissvæða, stjórnvaldssektir o.fl.), 647. mál. j. Tillaga til þingsályktunar um fjármálaáætlun fyrir árin 2020-2024, 750. mál.

Stjórn felur framkvæmdastjóra að vinna drög að umsögn um fjármálaáætlun fyrir árin 2020-2024, 750. mál og leggja fyrir næsta fund og senda inn jákvæða umsögn um tillögu til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar, 86. mál. Einnig að taka undir áhyggjur sveitarfélaganna á starfssvæðinu í tengslum við frumvarp til laga um fiskeldi (áhættumat erfðablöndunar, úthlutun eldissvæða, stjórnvaldssektir o.fl.), 647. mál. Ekki þykir ástæða til umsagna um önnur mál.

9. Skýrsla framkvæmdastjóra.

Flutt munnlega á fundinum.

10. Önnur mál.

a. Kostnaður við úttekt á Alexandersflugvelli

Á 40. fundi stjórnar SSNV þann 8. janúar 2019 var tekið fyrir erindi frá Sveitarfélaginu Skagafirði þar sem óskað var eftir styrk frá samtökunum vegna úttektar á Alexandersflugvelli. Stjórn tók vel í erindið en fól framkvæmdastjóra að kalla eftir frekari upplýsingum frá sveitarfélaginu, svo sem áætlun um kostnað. Frekari upplýsingar hafa borist og liggur fyrir tilboð frá verkfræðistofunni Mannviti í vinnuna. Nú stendur yfir vinna við gerð starfsreglna um sérstakan stuðning samtakanna við hin ýmsu verkefni. Afgreiðslu beiðnarinnar er frestað þar til þær reglur liggja fyrir.


Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 11:35

Þorleifur Karl Eggertsson

Ragnhildur Haraldsdóttir

Valdimar O. Hermannsson

Stefán Vagn Stefánsson

Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir

Unnur Valborg Hilmarsdóttir