Fundargerð 41. fundar stjórnar SSNV 5. febrúar 2019.

Hér má nálgast fundargerðina á pdf formi. 

 

­­

Fundargerð  41. fundar stjórnar SSNV 5. febrúar 2019.

 

 

Þriðjudaginn 5. febrúar 2019 kom stjórn SSNV til fundar á Skagaströnd og hófst fundurinn kl. 09:30.

 

Mætt voru: Þorleifur Karl Eggertsson, Ragnhildur Haraldsdóttir, Valdimar O. Hermannsson, Stefán Vagn Stefánsson, Álfhildur Leifsdóttir og Unnur Valborg Hilmarsdóttir framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð. Þorleifur Karl Eggertsson setti fundinn og stjórnaði honum.

 

Dagskrá:

 

  1. Samstarf við N4.
  2. Val kjörnefndar.
  3. Bréf frá forsætisráðuneytinu.
  4. Boð á XXXIII landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga.
  5. Beiðnir um rökstuðning.
  6. Fundargerðir.
  7. Umsagnarbeiðnir.
  8. Skýrsla framkvæmdastjóra.
  9. Önnur mál.

 

Afgreiðslur:

 

1.      Samstarf við N4.

Sjónvarpsstöðin N4 og SSNV hafa um nokkurra ára skeið átt samstarf um gerð efnis frá starfssvæði samtakanna til sýningar á N4. Fyrir liggur beiðni um áframhaldandi samstarf ásamt sundurliðun á því efni sem framleitt var á árinu 2018. Stjórn samþykkir áframhaldandi samstarf og felur framkvæmdastjóra að ganga frá samningi við sjónvarpsstöðina.

 

2.      Val kjörnefndar. 

Skv. grein 4.3 í samþykktum samtakanna ber stjórn að kjósa fimm manna kjörnefnd eigi síðar en 1. mars ár hvert. Stjórn kýs eftirtalda aðila í kjörnefnd:

Regína Valdimarsdóttir, formaður
Álfhildur Leifsdóttir
Guðmundur Haukur Jakobsson
Halldór G. Ólafsson
Þorleifur Karl Eggertsson

 

3.      Bréf frá forsætisráðuneytinu.

Lagt fram til kynningar bréf frá forsætisráðuneytinu með hvatningu til sveitarfélaga um að kynna sér heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og boð á kynningarfund 15. febrúar 2019. Framkvæmdastjóri situr fundinn fyrir hönd samtakanna.

 

4.      Boð á XXXIII landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga. 

Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga með boði á landsþing Sambandsins sem haldið verður 29. mars 2019. Framkvæmdastjóri situr fundinn fyrir hönd samtakanna.

 

5.      Beiðnir um rökstuðning. 

Lögð fram tvö bréf frá Gretu Clough með beiðnum um rökstuðning á synjun á úthlutunum úr Uppbyggingarsjóði. Erindunum vísað til Úthlutunarnefndar Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra.

 

6.      Fundargerðir lagðar fram til kynningar: 

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, 25. janúar 2019.

Stjórn SASS, 11. janúar 2019.

Stjórn Eyþings, 11. desember 2018.

Stjórn Eyþings, 9. janúar 2019.

Stjórn SSA, 8. janúar 2019.

Nefnd um endurskoðun samþykkta SSNV, 16. janúar 2019.

Nefnd um endurskoðun samþykkta SSNV, 31. janúar 2019.

Samgöngu- og innviðanefnd SSNV, 10. janúar 2019.

Samgöngu- og innviðanefnd SSNV, 24. janúar 2019.

Úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra, 3. desember 2018.

Úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra, 15. janúar 2019.

Starfshópur um framtíðarskipan úrgangsmála á Norðurlandi, 12. desember 2018.

 

7.      Umsagnarbeiðnir. 

Frumvarp til stjórnskipunarlaga um stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, 501. mál.

 

8.      Skýrsla framkvæmdastjóra. 

Flutt munnlega á fundinum.

 

9.      Önnur mál. 

a.      Fundur með Stjórnstöð ferðamála og Ferðamálastofu.

 Erindi barst frá framkvæmdastjóra Stjórnstöðvar Ferðamála og ferðamálastjóra með beiðni um fund með stjórninni, stjórn Eyþings og stjórn Markaðsstofu Norðurlands til að ræða framhald verkefnis um áfangastaðaáætlanir (DMP). Fundurinn fer fram 13. febrúar í Varmahlíð.

 

b.      27. ársþing SSNV.

 Skv. starfsáætlun samtakanna skal ársþing fara fram föstudaginn 5. apríl 2019 í Skagafirði. Stjórn felur framkvæmdastjóra undirbúning þingsins í samræmi við samþykktir samtakanna.

 

c.       Kynnisferð sveitarstjórnarmanna á Norðurlandi vestra til Bornholm 25.-27. mars 2019. 

Framkvæmdastjóri leggur fram tillögur að dagskrárliðum heimsóknarinnar. Stjórn samþykkir tillögurnar og felur framkvæmdastjóra að ganga frá lokaundirbúningi ferðarinnar. Einnig lagður fram kostnaður við ferðina pr.  þátttakanda frá KVAN ferðum sem sá um skipulag ferðarinnar. Stjórn samþykkir að niðurgreiða ferðina um kr. 50.000 pr. þátttakanda.

 

d.      Stjórn Markaðsstofu Norðurlands. 

Stjórn leggur til að fulltrúar stjórna SSNV og Eyþings fái sæti í stjórn Markaðsstofu Norðurlands, einn áheyrnarfulltrúa hvor samtök,  til að auka samskipti og upplýsingagjöf.

 

 

 

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:29

 

Þorleifur Karl Eggertsson

 

Ragnhildur Haraldsdóttir

 

 Valdimar O. Hermannsson

 

 Stefán Vagn Stefánsson

 

 Álfhildur Leifsdóttir

 

Unnur Valborg Hilmarsdóttir