Fundað með ráðherrum

Stjórn SSNV fundaði á dögunum með nokkrum ráðherrum um málefni landshlutans. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar tók á móti hópnum í sínu ráðuneyti. Þaðan lá leið hópsins í Stjórnarráðið en þar tók Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á móti stjórnarmönnum. Að síðustu hitti hópurinn Sigurð Inga Jóhannsson, ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála.

Til umræðu á öllum þessum fundum var staða landshlutans, framtíðarhorfur og tækifæri til eflingar og atvinnuuppbyggingar og í öllum tilfellum fór fram gott samtal um framangreind mál. Reglulegt samtal við ráðherra og þingmenn er afar mikilvægt til að miðla upplýsingum um stöðu svæðisins og þau verkefni sem heimamenn telja mikilvægust hverju sinni.