Fólkið á Norðurlandi vestra

 SSNV hefur hafið framleiðslu á 30 hlaðvarpsþáttum undir heitinu Fólkið á Norðurlandi vestra. Hlaðvarp er í raun og veru útvarp sem ekki er sent út í línulegri dagskrá heldur má hlusta á hvenær sem er í hvaða snjalltæki sem er. Um er að ræða nýjung í starfi samtakanna og eru þættirnir hugsaðir til kynningar á íbúum Norðurlands vestra og þeim fjölmörgu áhugaverðu verkefnum sem þeir taka sér fyrir hendur. Þættirnir verða á formi viðtalsþátta. FM Trölli tekur að sér eftirvinnslu og birtingu þáttanna bæði á útvarpsstöð sinni og á hlaðvarpsveitum en starfsmenn SSNV sjá um að finna viðmælendur og taka viðtölin sjálf. Tekið er á móti ábendingum um áhugaverða viðmælendur á netfanginu ssnv@ssnv.is. Verkefnið er liður í kynningarátaki samtakanna.

Þórey Edda Elísdóttir var nú ekkert alltof spennt að flytja á Hvammstanga þegar það barst í tal milli hennar og Guðmundar Hólmars Jónssonar sambýlismanns hennar. Þegar hún fékk þar vinnu á verkfræðistofu ákvað hún að láta slag standa og sér ekki eftir því. Þórey Edda segir okkur hvað hún gerði til að komast hratt inn í samfélagið og hvað kom henni helst á óvart við að búa á Norðurlandi vestra.

 

Hlaðvarpsþættina má nálgast hér.