Fjölgun starfa hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun á Sauðárkróki

Á kynningu á vinnu starfshóps um brunamál, sem fram fór á starfsstöð Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) á Sauðárkróki í dag, kynnti Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, aukna áherslu brunamál og brunavarnir á Íslandi í kjölfar vinnu starfshópsins. Í því augnamiði verður fjölgað um 8 starfsmenn hjá HMS sem sinna munu málaflokknum. Verða þessi störf staðsett á starfsstöð stofnunarinnar á Sauðárkróki. 

 

Afar ánægjulegt er að sjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun á Sauðárkróki eflast við þessi nýju verkefni en eins og ráðherra kom inn á í máli sínu er efling starfsstöðva stofnana ríkisins á landsbyggðinni eitt áherslumála ríkisstjórnarinnar.