Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra auglýsir eftir fjarnámskennara í sjúkraliðagreinum

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra óskar eftir að ráða:

Fjarnámskennara í sjúkraliðagreinum frá 1. ágúst 2020.  Starfshlutfall er 100%.
Umsækjandi þarf að hafa lokið háskólamenntun á heilbrigðissviði og hafa kennsluréttindi á framhaldsskólastigi. 

Leitað er að starfsmanni sem hefur frumkvæði, er sjálfstæður í vinnubrögðum og hefur áhuga á að taka þátt í þróunarstarfi í kennsluháttum og uppbyggingu náms í samræmi við lög um framhaldsskóla (nr. 92/2008). Í samræmi við jafnréttisáætlun skólans er fólk af öllum kynjum hvatt til að sækja um starfið. 

Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og Kennarasambands Íslands og skv. nánari útfærslu í stofnanasamningi skólans.
Vakin er athygli umsækjenda á að samkvæmt lögum um framhaldsskóla nr. 92/2008 er ekki heimilt að ráða einstakling til starfa sem hlotið hefur dóm fyrir brot á XXII. kafla almennra hegningarlaga og því er beðið um sakavottorð áður en af ráðningu getur orðið.


Umsókn skal berast á netfang Ingileifar Oddsdóttur skólameistara ingileif@fnv.is, sem einnig veitir frekari upplýsingar um starfið. Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilskrá, leyfisbréf og prófskírteini.


Umsóknarfrestur er til 25. maí.  Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin um ráðningu.