VERKÍS leitar að Byggingarverkfræðing eða byggingartæknifræðing - t.d. á starfstöð á Sauðárkróki

Starfið felur í sér að sinna fjölbreyttum hönnunarverkefnum á breiðu sviði innan mannvirkjagerðar, lagna-, gatna- og stígahönnunar og á sviði vélbúnaðar auk verkeftirlits.

Starfsstöð getur verið á Sauðárkróki, Húsavík, Laugum eða Akureyri en Verkís er með skrifstofur á öllum þessum stöðum sem heyra undir starfsstöð fyrirtækisins á Akureyri.

Við viljum jákvæða einstaklinga með góða samskipta- og skipulagshæfni sem sýna metnað, frumkvæði og sjálfstæði í starfi. Mikilvægt er að umsækjendur hafi gott vald á íslensku og ensku.

  • Byggingarverkfræðingur / byggingartæknifræðingur
  • Reynsla af hönnun, fjölbreytileiki í hönnunarverkefnum mikill kostur
  • Góð kunnátta í teikniforritum t.d. AutoCad, Revit eða Civil 3D
  • Öflugur liðsmaður í verkefnaöflun með góð tengsl á svæðinu
  • Þekking á BIM aðferðarfræðinni og notkun líkana við hönnun er æskileg

Nánari upplýsingar veita
Elín Greta Stefánsdóttir mannauðsstjóri, egs@verkis.is
Áslaug Ósk Alfreðsdóttir sérfræðingur í mannauðsmálum, aoa@verkis.is

Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um.

Umsóknarfrestur er til og með 13. september 2020.

Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsóknum verður svarað.

SÆKJA UM