Starfsmenn til afleysinga Heilbrigðisstofnun Vesturlands - Hvammstanga

Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hvammstanga óskar eftir starfsmönnum til afleysinga í eftirfarandi störf:

  • Matráð í eldhús frá ca. 19. júlí til 31. ágúst 2019 í 100% starf. Vinnutími frá 8-16, unnið aðra hverja helgi.
  • Aðstoðarmann í eldhús frá ca 12. júlí til 11. ágúst 2019 í 45% starf.
  • Sjúkraliða/Almennan starfsmann í ca. 80% starf á sjúkradeild frá miðjum maí 2019. Um er að ræða vaktavinnu sem felst í umönnun og almennum störfum á deildinni. Starfsmenn þurfa að vera 18 ára.
  • Starfsmann í ræstingu á sjúkrahúsi frá 1. júlí 2019. Um er að ræða 90% starf til amk sex mánaða. Unnið er aðra hverja helgi.

Hæfnikröfur

  • Jákvæðni og góð samskiptahæfni
  • Snyrtimennska og stundvísi
  • Góð íslenskukunnátta
  • Reynsla af matráðsstörfum er kostur í tilviki matráðs

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags.

Nánari upplýsingar veitir Aldís Olga Jóhannesdóttir svæðisfulltrúi HVE á Hvammstanga, aldis.johannesdottir@hve.is / sími 432 1300 og Soffía Anna Steinarsdóttir hjúkrunardeildarstjóri soffia.steinarsdottir@hve.is / sími 432 1300.