Starfsfólk vantar við Höfðaskóla - Skagaströnd

Starfsfólk vantar við Höfðaskóla á Skagaströnd frá og með 1. ágúst 2020. Laus er 100% staða umsjónarkennara á unglingastigi, starf sem snýr að teymiskennslu og er ráðið til eins árs. Lausar eru tvær 100% stöður umsjónarkennara á miðstigi, starf sem snýr að teymiskennslu. Ein staða er laus við frístund, um er að ræða 50% stöðu þar sem vinnutími er frá 12-16. Þá er ein 80% staða skólaliða laus. Umsóknarfrestur er til miðnættis 17. mars 2020. Aðstoðað verður við leit að húsnæði sé þess óskað.

Allar nánari upplýsingar veita Sara Diljá Hjálmarsdóttir skólastjóri eða Guðrún Elsa Helgadóttir aðstoðarskólastjóri í síma 452-2800 eða á netföngin saradilja@hofdaskoli.is og gudrunelsa@hofdaskoli.is. Umsóknarfrestur er til miðnættis 17. mars 2020.