Sérfræðingur hjá Fæðingarorlofssjóði á Hvammstanga

Vinnumálastofnun óskar eftir að ráða í stöðu sérfræðings hjá Fæðingarorlofssjóði með aðsetur á Hvammstanga. Hlutverk Fæðingarorlofssjóðs er að annast umsýslu og ráðgjöf varðandi greiðslur til foreldra í fæðingarorlofi. 

Sérfræðingur mun sinna úrvinnslu og afgreiðslu umsókna ásamt öðrum verkefnum sem falla undir verksvið Fæðingarorlofssjóðs. Leitað er eftir einstaklingi sem á auðvelt með að tileinka sér gildi Vinnumálastofnunar, fyrirmyndaþjónusta, virðing og áreiðanleiki.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

 

 • Úrvinnsla og afgreiðsla umsókna.
 • Eftirlit með greiðslum í fæðingarorlofi.
 • Símsvörun.
 • Tölvuskráning.
 • Almenn upplýsingagjöf til umsækjenda.
 • Önnur tilfallandi verkefni.

 

Hæfniskröfur

 

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
 • Reynsla af skrifstofustörfum kostur.
 • Góð tölvukunnátta.
 • Reynsla af störfum úr stjórnsýslu kostur.
 • Góð tök á íslensku og ensku.
 • Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og góðir skipulagshæfileikar.
 • Góð samskiptahæfni, þjónustulund og metnaður til að skila góðu starfi.

 

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 19.04.2021

Nánari upplýsingar veitir

Leó Örn Þorleifsson - leo.thorleifsson@vmst.is - 5154800
Þórdís Helga Benediktsdóttir - thordis.benediktsdottir@vmst.is - 5154800

Smelltu hér til að sækja um starfið