Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hvammstanga óskar eftir starfsmanni í ræstingar

Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hvammstanga óskar eftir starfsmanni í ræstingar. Um er að ræða 90% stöðu á dagvinnutíma með helgarvakt aðra hvora helgi. staðan er laus í a.m.k. 6 mánuði frá 1. ágúst 2019.

Hæfnikröfur: Jákvæðni, góð samskiptahæfni, snyrtimennska, stundvísi og íslenskukunnátta.

Upplýsingar um starfið veitir Aldís Olga, HVE Hvammstanga, í síma 432-1300. Sækja skal um starfið hjá henni í síma eða í gegnum tölvupóst, aldis.johannesdottir@hve.is, fyrir 10. júlí 2019.