Heilbrigðisstofnun Norðurlands Sauðárkróki, yfirhjúkrunarfræðingur svæðis

Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) auglýsir laust starf yfirhjúkrunarfræðings svæðis á Sauðárkróki. 
Um er að ræða 100% stöðu (dagvinna) sem veitt er frá 1. október 2019.

Upptökusvæði HSN Sauðárkróki er Skagafjörður, utan Fljóta. 

Næsti yfirmaður er framkvæmdastjóri hjúkrunar.

Helstu verkefni og ábyrgð
- Er yfirmaður hjúkrunar á starfsstöð HSN á Sauðárkróki og annarrar stoðstarfsemi samkvæmt skipuriti
- Hefur yfirumsjón með gæðamálum, ráðningum og þjálfun starfsmanna og sinnir skyldum verkefnum
- Stuðlar að þekkingarþróun í hjúkrun með því að hvetja til rannsókna og nýta rannsóknarniðurstöður
- Tekur þátt í gerð áætlana varðandi rekstur
- Tryggir að rekstur og starfsmannamál séu í samræmi við fjárhagsáætlun
- Tekur þátt í þverfaglegu samstarfi, þróun þjónustu og stjórnun verkefna á starfsstöðinni og þvert á stofnun 
- Er með svæðisumsjón
- Stuðlar að góðri vinnustaðamenningu

Hæfnikröfur
- Íslenskt hjúkrunarleyfi og a.m.k. 5 ára starfsreynsla við hjúkrun
- Viðbótarmenntun á sviði heilbrigðisvísinda, viðskiptafræði eða stjórnunar æskileg
- Reynsla af stjórnun er æskileg
- Góð tölvukunnátta æskileg
- Framúrskarandi samskiptahæfni
- Frumkvæði og metnaður til að ná árangri

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.
Með umsókn skal fylgja afrit af prófskírteini, íslenskt hjúkrunarleyfi og náms- og starfsferilskrá.
Öllum umsóknum verður svarað. Áskilinn er réttur til að hafna umsóknum ef einstaklingar uppfylla ekki framangreind skilyrði. 
Sótt er um rafrænt á www.starfatorg.is eða www.hsn.is (laus störf).

Tóbaksnotkun og notkun á rafsígarettum er ekki heimiluð á vinnutíma innan HSN. 

Gildi HSN eru - fagmennska, samvinna, virðing.
Heilbrigðisstofnun Norðurlands tók til starfa þann 1. október 2014 við sameiningu heilbrigðisstofnana á Norðurlandi annarra en Sjúkrahússins á Akureyri og nokkurra hjúkrunar- og dvalarheimila.

Þær heilbrigðisstofnanir sem mynduðu Heilbrigðisstofnun Norðurlands voru eftirfarandi stofnanir:

Heilbrigðisstofnun Þingeyinga, Heilsugæslan á Akureyri, Heilsugæslan á Dalvík, Heilbrigðisstofnunin Fjallabyggð, Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki og Heilbrigðisstofnunin Blönduósi.

Starfsemi Heilbrigðisstofnunar Norðurlands nær því frá Blönduós í vestri til Þórshafnar í austri. Á upptökusvæðinu búa um 35.000 manns og starfsmannafjöldi er rúmlega 530 talsins.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 20.06.2019

Nánari upplýsingar veitir
Guðný Friðriksdóttir - gudnyf@hsn.is - 432 4030
Bryndís Lilja Hallsdóttir - bryndis.lilja.hallsdottir@hsn.is - 432 4050

 

Smelltu hér til að sækja um starfið.