Embætti lögreglustjórans á Norðurlandi vestra

Auglýst er laust til umsóknar embætti lögreglustjórans á Norðurlandi vestra.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra fer með stjórn lögregluliðs í sínu umdæmi. Hann annast daglega stjórn og rekstur lögreglunnar í umdæminu og ber ábyrgð á framkvæmd lögreglustarfa innan þess.

 

Hæfniskröfur

  • Umsækjendur skulu fullnægja skilyrðum 2. mgr. 28. gr. lögreglulaga nr. 90/1996. Aðrar hæfniskröfur eru:
  • Góð þekking og yfirsýn yfir verkefni lögreglunnar æskileg
  • Góð þekking og/eða reynsla af störfum innan stjórnsýslunnar æskileg
  • Rekstrarþekking og/eða reynsla af rekstri æskileg
  • Farsæl reynsla af stjórnun og stefnumótun æskileg
  • Framúrskarandi forystu-, samvinnu- og samskiptahæfni
  • Fagmennska, frumkvæði, drifkraftur og jákvæðni
  • Mjög gott vald á íslensku og ensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti
  • Þekking á einu Norðurlandamáli æskileg

 

Frekari upplýsingar um starfið

Dómsmálaráðherra skipar lögreglustjóra til 5 ára í senn, sbr. lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996. Miðað er við að skipað verði í embættið frá og með 1. júní 2021. Um laun og starfskjör lögreglustjóra fer eftir ákvörðun með lögum sbr. 6. og 7. mgr. 24. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Umsóknarfrestur er til og með 19. apríl 2021. Dómsmálaráðuneytið hefur ákveðið að fela nefnd að fara yfir þær umsóknir sem berast og á nefndin að skila ráðherra rökstuddu áliti á hæfni umsækjenda. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun liggur fyrir. Í umsókn skulu koma fram upplýsingar um: 1) menntun, 2) reynslu af stjórnun, 3) reynslu af lögmannsstörfum, saksókn og/eða dómstörfum, 4) reynslu af stjórnsýslustörfum, 5) upplýsingar um samskiptafærni og sjálfstæði, 6) aðrar upplýsingar sem varpað geta ljósi á faglega eiginleika og færni umsækjanda sem máli skipta fyrir störf lögreglustjóra. Með umsókn skulu fylgja afrit af prófskírteinum og upplýsingar um umsagnaraðila.

 

Nánari upplýsingar veitir

Upplýsingar um starfið veitir Haukur Guðmundsson ráðuneytisstjóri í síma 545 9000.