Fundargerð úthlutunarnefndar 9.12.2016

Hér má nálgast pdf útgáfu fundargerðarinnar

 

                                                                                      Úthlutunarnefnd

                                                                  Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra

 

Fundargerð 

9. fundur Úthlutunarnefndar Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra, haldinn föstudaginn 9. desember 2016, kl. 13:30, að Einbúastíg 2 á Skagaströnd.   Mætt til fundar:  Lárus Ægir Guðmundsson, formaður, Jóhanna Magnúsdóttir, Viggó Jónsson og Leó Örn Þorleifsson. Ingileif Oddsdóttir boðaði forföll. Einnig sátu fundinn Ingibergur Guðmundsson og Sólveig Olga Sigurðardóttir, starfsmenn SSNV.

Formaður nefndarinnar stýrði fundi.

 

Dagskrá:

1. Starfsreglur úthlutunarnefndar og fagráða

Á þingi SSNV 21. október sl. var kosið í úthlutunarnefnd og fagráð til tveggja ára og er þetta fyrsti fundur nýrrar úthlutunarnefndar. Formaður fór yfir starfsreglur nefndarinnar og fagráðanna.

Hann kynnti jafnframt reglur um nýjan sjóð, Atvinnu- og nýsköpunarsjóð, sem úthlutunarnefnd og fagráðum var falið að sjá um og vinna úr á sama hátt og gert er með Uppbyggingarsjóð.

Kynntar voru Verklags- og úthlutunarreglur Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra 2017.

Nefndin ákvað að þegar staðfestingu vantar frá samstarfsaðila skal vísa umsókninni frá.

 

2. Hæfi/vanhæfi fulltrúa í úthlutunarnefnd og fagráðum

Kynnt fyrirliggjandi gögn um hæfi/vanhæfi fulltrúa í nefnd og fagráðum.

 

3. Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra – umsóknir 2017

Alls bárust 107 umsóknir um styrki þar sem beðið var um tæpar 103 millj. kr. Til úthlutunar eru um 65 millj. kr.

Nefndin fór yfir umsóknirnar og athugaði hvort öllum formskilyrðum væri fullnægt. Niðurstaðan var sem hér segir:

Umsóknir nr. 17020, 17028, 17075, 17084, 17090, 17102: Umsóknum vísað frá þar sem staðfestingar skráðra samstarfsaðila bárust ekki.

Að því loknu var öðrum umsóknum vísað til umfjöllunar í viðkomandi fagráði.

Nefndin beinir því til fagráðs menningar að miða skiptingu fjárhæða í hvorn flokk menningarstyrkja við  upphæðir undanfarinna ára.

 

4. Atvinnu- og nýsköpunarsjóður Norðurlands vestra – umsóknir 2017

Alls bárust 7 umsóknir um styrki þar sem beðið var um tæpar 17 millj. kr. Til úthlutunar eru um 10 millj. kr.

Nefndin fór yfir umsóknirnar og athugaði hvort öllum formskilyrðum væri fullnægt. Niðurstaðan var sem hér segir:

Umsóknum nr. 3, 4 og 5 vísað frá þar sem umbeðnar upphæðir eru undir lágmarksstyrkupphæð skv. reglum.

Að því loknu var öðrum umsóknum vísað til umfjöllunar í fagráði atvinnuþróunar og nýsköpunar.

 

5. Bréf til úthlutunarnefndar

Formaður kynnti bréf til nefndarinnar frá BioPol ehf, Selasetri Íslands, Nes listamiðstöð, Þekkingarsetri á Blönduósi og Verinu Vísindagörðum  þar sem gerðar eru athugasemdir við það

ákvæði í verklags- og úthlutunarreglum að umsóknir og fylgiskjöl skulu vera á íslensku. Efni bréfsins rætt en verður tekið til umfjöllunar síðar.

 

6. Skoðanakönnun meðal umsækjenda

Ákveðið hefur verið að hafa skoðanakönnum meðal umsækjenda um þá þætti er snúa að nýliðnu umsóknarferli. Fyrir fundinum lágu drög að könnuninni. Til kynningar.

 

7. Styrkveitingar 2015 og 2016

Starfsmenn SSNV, Ingibergur og Sólveig, kynntu stöðu þeirra styrkja sem úthlutað hafði verið árin 2015 og 2016.

Formaður kynnti svör við beiðnum tveggja styrkhafa vegna frávika frá umsókn.

 

8. Önnur mál

Samþykkt að næstu tveir fundir úthlutunarnefndar verði 20. og 27. janúar 2017.

 

 

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 16.15.