Fundargerð úthlutunarnefndar 27.09.2016

Hér má nálgast pdf útgáfu fundargerðarinnar

 

Úthlutunarnefnd

Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra


Fundargerð
8. fundur Úthlutunarnefndar Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra, haldinn þriðjudaginn 27. september 2016, kl. 14:00, að Einbúastíg 2 á Skagaströnd.
Mætt til fundar: Stefán Vagn Stefánsson, formaður, Jóhanna Magnúsdóttir, Leó Örn Þorleifsson og Ingileif Oddsdóttir. Lárus Ægir Guðmundsson boðaði forföll.
Einnig sátu fundinn Ingibergur Guðmundsson, starfsmaður SSNV og Sólveig Olga Sigurðardóttir,
starfsmaður SSNV, sem ritar fundargerð.
Formaður nefndarinnar stýrði fundi.


Dagskrá:
1. Verklags- og úthlutunarreglur fyrir árið 2017

a) Starfsmenn SSNV kynntu samantekt á eignarhaldi ýmissa fyrirtækja og stofnana sem sótt höfðu um styrk til Uppbyggingarsjóðs árin 2015 og 2016 og styrkveitingar til þeirra. Þá voru kynnt svör stýrihóps Stjórnarráðsins við ýmsum spurningum er upp komu í tengslum við verkferla og reglur
sjóðsins.
b) Lagt var fram til kynningar yfirlit um kynjaskiptingu umsækjenda og styrkhafa 2015 og 2016 og meðaltals styrkupphæðir.
c) Kynnt voru drög að matsblaði sem ætlað er til notkunar við mat á umsóknum í Uppbyggingarsjóðinn. Starfsmönnum SSNV var falið að vinna áfram með nánari útfærslu á matsblaðinu.
d) Samkvæmt starfsreglum úthlutunarnefndar skal nefndin endurskoða árlega verklags- og úthlutunarreglur Uppbyggingarsjóðs og leggja breytingatillögur fyrir stjórn SSNV til samþykktar, telji nefndin þörf á breytingum Fyrir fundinum lágu drög að breytingum á Verklags- og úthlutunarreglum sjóðsins fyrir árið 2017. Nokkrar breytingar voru gerðar á drögunum og síðan samþykkt að senda drögin svo breytt til stjórnar SSNV.


2. Umsóknar- og úthlutunarferli f. 2017

a) Samþykkt að stefna að auglýsingu um styrki í síðustu viku október, með umsóknarfresti til og með 29. nóvember 2016.
b) Starfsmenn SSNV kynntu vinnu við undirbúning að rafrænu umsóknarferli. Samþykkt að halda þeirri vinnu áfram.
c) Vegna mikillar vinnu fulltrúa í fagráðunum við yfirferð umsókna milli funda, þar sem leggja þarf mat á marga tugi umsókna, leggur nefndin til að sú vinna verði metin sem ígildi tveggja funda.


3. Hæfi/vanhæfi fulltrúa í úthlutunarnefnd og fagráðum
Fyrir fundinum lá minnisblað frá Guðjóni Bragasyni, lögfræðingi Sambands íslenskra sveitarfélaga, um „Sérstakt hæfi við styrkveitingar úr Uppbyggingar-sjóðum“. Minnisblaðið var til kynningar.


4. Starfsreglur úthlutunarnefndar og fagráða
Samkvæmt 6. grein starfsreglna úthlutunarnefndar skal nefndin beina því til stjórnar SSNV ef hún telur ástæðu til breytinga á starfsreglum nefndarinnar.
Ekki var talin ástæða til breytinga að þessu sinni.


5. Ársþing SSNV
Samkvæmt starfsreglum úthlutunarnefndar ber henni að skila árlega greinargerð um starf sitt til ársþings SSNV.
Fyrir fundinum lágu drög að greinargerð úthlutunarnefndar um starfsemi nefndarinnar og framkvæmd umsóknar- og úthlutunarferilsins 2015 og voru þau samþykkt.


6. Önnur mál

a) Ingibergur greindi frá fundi framkvæmdastjóra og starfsmanna landshlutanna með stýrihópi Stjórnarráðsins sem haldinn var 26. sept.
b) Ingibergur og Sólveig greindu frá heildarstöðu þeirra verkefna sem höfðu fengið styrki 2015 og 2016.


Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 17.00.